Þörf umræða um málefni aldraðra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 24. ágúst 2021 16:31 Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari. Höfum hugfast að sem betur fer búa fleiri en færri aldraðir við góða heilsu og eru sjálfum sér nægir um allar þarfir daglegs lífs. Það hefur mikil fjölgun átt sér stað í þeim hópi sem teljast aldraðir og ljóst miðað við allar spár og tölfræði að það á enn eftir að fjölga hlutfallslega í þeim hópi. Á fyrrnefndu heilbrigðisþingi var rætt um möguleika sem felast í aukinni þjónustu heim til þeirra sem þurfa aðstoð af einhverju tagi og að aukin þjónusta heim til fólks drægi úr þörf á fjölgun hjúkrunarrýma. Það er von undirritaðs að svo sé og verði, að samfélagið allt, ríki og sveitarfélög, komi sér saman um hvernig eigi að byggja upp þjónustunet, um allt land, þannig að öldruðum sé gert kleift að vera sem lengst heima hjá sér og halda sitt eigið heimili. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, því miður vil ég segja, að það er og verður alltaf ákveðið hlutfall aldraðra sem mun eiga við alvarlegan heilsubrest að ræða af einhverju tagi og þá getur það verið besta lausnin fyrir viðkomandi einstakling að fá inni á hjúkrunarheimili í nærsamfélagi viðkomandi. Þar fær einstaklingurinn aðstoð og skapar sér þar notalega aðstöðu og á vonandi áhyggjulaust ævikvöld. Það vantar millistig frá því að vera búandi heima og geta verið sjálfbjarga á allan hátt og yfir í þá stöðu að vera kominn í þörf fyrir að flytja inn á hjúkrunarheimili. Það er um þetta sem umræðan þarf að snúast, ekki að beina spjótum sínum að starfssemi hjúkrunarheimila og því frábæra starfsfólki sem á heimilunum starfar landið um kring. Það voru afar mikil vonbrigði og olli í raun sárindum á meðal starfsmanna hjúkrunarheimila að umræðan á heilbrigðisþingi og ekki síst í kjölfar þess skyldi beinast í þá átt að hjúkrunarheimilin væru geymslurými. Það er óvirðing við heimilisfólk heimilanna og óvirðing við frábært starfsfólk hjúkrunarheimilanna. Höldum okkur á veginum í umræðunni, annað veldur mögulega óþarfa slysum, leiðindum og miskilningi sem skapað getað sárindi, óverðskulduð og þarflaus með öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþing var haldið fyrir skömmu. Umræðuefnið var nýútkomin skýrsla varðandi aðbúnað og þjónustu við aldraða. Umræðan er tímabær og í raun löngu tímabær, um það hvaða aðstæður og aðbúnað við viljum veita þeim sem eru orðnir aldraðir og þurfa þjónustu með einum eða öðrum hætti sökum breytinga á heilsufari. Höfum hugfast að sem betur fer búa fleiri en færri aldraðir við góða heilsu og eru sjálfum sér nægir um allar þarfir daglegs lífs. Það hefur mikil fjölgun átt sér stað í þeim hópi sem teljast aldraðir og ljóst miðað við allar spár og tölfræði að það á enn eftir að fjölga hlutfallslega í þeim hópi. Á fyrrnefndu heilbrigðisþingi var rætt um möguleika sem felast í aukinni þjónustu heim til þeirra sem þurfa aðstoð af einhverju tagi og að aukin þjónusta heim til fólks drægi úr þörf á fjölgun hjúkrunarrýma. Það er von undirritaðs að svo sé og verði, að samfélagið allt, ríki og sveitarfélög, komi sér saman um hvernig eigi að byggja upp þjónustunet, um allt land, þannig að öldruðum sé gert kleift að vera sem lengst heima hjá sér og halda sitt eigið heimili. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, því miður vil ég segja, að það er og verður alltaf ákveðið hlutfall aldraðra sem mun eiga við alvarlegan heilsubrest að ræða af einhverju tagi og þá getur það verið besta lausnin fyrir viðkomandi einstakling að fá inni á hjúkrunarheimili í nærsamfélagi viðkomandi. Þar fær einstaklingurinn aðstoð og skapar sér þar notalega aðstöðu og á vonandi áhyggjulaust ævikvöld. Það vantar millistig frá því að vera búandi heima og geta verið sjálfbjarga á allan hátt og yfir í þá stöðu að vera kominn í þörf fyrir að flytja inn á hjúkrunarheimili. Það er um þetta sem umræðan þarf að snúast, ekki að beina spjótum sínum að starfssemi hjúkrunarheimila og því frábæra starfsfólki sem á heimilunum starfar landið um kring. Það voru afar mikil vonbrigði og olli í raun sárindum á meðal starfsmanna hjúkrunarheimila að umræðan á heilbrigðisþingi og ekki síst í kjölfar þess skyldi beinast í þá átt að hjúkrunarheimilin væru geymslurými. Það er óvirðing við heimilisfólk heimilanna og óvirðing við frábært starfsfólk hjúkrunarheimilanna. Höldum okkur á veginum í umræðunni, annað veldur mögulega óþarfa slysum, leiðindum og miskilningi sem skapað getað sárindi, óverðskulduð og þarflaus með öllu. Höfundur er framkvæmdastjóri Brákarhlíðar og formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar