Tvöfalt heilbrigðiskerfi í boði ráðherra Unnur Pétursdóttir skrifar 26. ágúst 2021 09:31 Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Heilbrigðismál Tryggingar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur það raungerst sem Félag sjúkraþjálfara hefur ítrekað bent heilbrigðisráðaherra á frá síðustu áramótum: Innan sjúkraþjálfunar hefur myndast tvöfalt heilbrigðiskerfi. Eitt fyrir þá sem eru svo heppnir að komast að hjá sjúkraþjálfurum sem eru í viðskiptasambandi við Sjúkratryggingar Íslands, og njóta þeirra niðurgreiðslu sem sjúkratryggðir eiga rétt á. Annað fyrir þá sem ekki komast þar að. Því fólki stendur til boða að leita til nýútskrifaðra sjúkraþjálfara til að fá bót meina sinna. Slíku fylgir að greiða þarf fyrir þá heilbrigðisþjónustu fullu verði, þótt viðkomandi sé sjúkratryggður hér á landi og eigi rétt á niðurgreiðslu. Ljóst er að ekki hafa allir efni á því og þar með hefur myndast tvöfalt kerfi þar sem hinir efnameiri geta fengið þjónustu fyrr vegna greiðslugetu sinnar. Engin fagleg rök Heilbrigðisráðherra ákvað um sl. áramót með reglugerð að Sjúkratryggingum Íslands yrði ekki lengur heimilt að niðurgreiða þjónustu sjúkraþjálfara sem hefðu skemmri starfsreynslu en tvö ár. Sérhver sjúkraþjálfari með íslenskt starfsleyfi hefur verið metinn hæfur til að starfa sem slíkur af Embætti Landlæknis og er þessi ákvörðun því með öllu óskiljanleg, fagleg rök eru engin. Félag sjúkraþjálfara hefur frá upphafi dregið lögmæti þessa ákvæðis í efa. Afleiðingar þessarar ákvörðunar eru nú að koma í ljós. Þjónustuþörfin er mikil og nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar bjóða nú þjónustu sína á nokkrum stofum sjúkraþjálfara utan þess greiðslukerfis sem flestir eru sammála um að eigi að vera sameiginlegt og aðgengilegt öllum landsmönnum. Tilkynningar þessara stofa eru nokkuð á einn veg, t.d. þessi af Facebook-síðu stofu þar sem um 400 manns eru á biðlista: „Þess ber að geta að samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu fyrir sjúkraþjálfun þá nær endurgreiðslan ekki til þjónustu sjúkraþjálfara sem hafa minna en 2 ára starfsreynslu. Þar af leiðandi munu skjólstæðingar þeirra ekki njóta niðurgeiðslu frá Sjúkratryggingum Íslands. NN mun því starfa utan greiðsluþátttökukerfis stjórnvalda. Því viljum við beina því til ykkar að ef þið viljið komast fyrr að þá getið þið bókað tíma hjá NN“. Hugsanlega leitað til dómstóla Ríkisvaldið þarf að átta sig á því að með hækkandi aldri þjóðarinnar mun þörf fyrir sjúkraþjálfun aukast verulega á næstu árum og áratugum og því nauðsynlegt að gera ráð fyrir aukinni sjúkraþjálfun í fjárlögum. Margsannað er að sjúkraþjálfun, sem er tiltölulega ódýrt úrræði, seinkar verulega þörf eldra fólks fyrir umfangsmeiri og dýrari þjónustu, eins og berlega kom fram á Heilbrigðisþingi sem heilbrigðisráðherra stóð fyrir nýverið. Tryggja þarf að Sjúkratryggingar Íslands geti gert ásættanlegan samning um þjónustuna. Brýnast er þó í augnablikinu að afnema ákvæði reglugerðar um 2 ára starfsreynslu sjúkraþjálfara, enda styðst það ekki við nein fagleg rök. Að óbreyttu þarf Félag sjúkraþjálfara að fá skorið úr því fyrir dómstólum hvort þetta íþyngjandi ákvæði reglugerðarinnar standist lög. Vonandi afnemur ráðherra ákvæðið áður en til þess kemur. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar