Framkvæmdastjóri Víkings: Brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Haraldur Haraldsson ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um stöðuna varðandi hversu fá sæti í Pepsi Max deild karla gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Skjáskot Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til. „Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
„Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti