Framkvæmdastjóri Víkings: Brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. ágúst 2021 08:00 Haraldur Haraldsson ræddi við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, um stöðuna varðandi hversu fá sæti í Pepsi Max deild karla gefa þátttökurétt í Evrópukeppnum. Skjáskot Þrátt fyrir frábærara frammistöðu Breiðabliks á Evrópumótunum í knattspyrnu á þessari leiktíð er ljóst að Pepsi Max deild karla í fótbolta fær aðeins þrjú sæti í Evrópu næstu tvö árin, ekki fjögur eins og vonast var til. „Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira
„Mikil vonbrigði, við erum að falla um eitt sæti til viðbótar. Við erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum. Það þýðir það að næsta sumar munum við aftur keppa um aðeins þrjú Evrópusæti. Þetta eru gríðarleg vonbrigði en margt sem spilar inn í þetta líka,“ sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdastjóri knattspyrnufélagsins Víkings. „Ég var að renna í gegnum þessi lið sem voru að fara áfram í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu, lið frá Gíbraltar og Eistlandi. Þetta eru meistarar sinna þjóða og fara áfram í gegnum fyrstu umferð í Meistaradeild Evrópu og komast þar með í aðra umferð, ef þau tapa honum fá þau uppbótartleik í Evrópudeild og aftur í Sambandsdeildinni. Þannig eru þessi lið komin inn í riðlakeppnina. Það er því gríðarlega mikilvægt fyrir meistarana okkar hverju sinni að vinna þennan fyrsta leik,“ bætti Haraldur við. Íslensk félagslið hafa fallið um eitt sæti frá í fyrra á styrkleikalista UEFA þrátt fyrir góðan árangur Blika. Lið frá Gíbraltar og Eistlandi komin í riðlakeppni Conference League. Það verður því aftur keppt um aðeins þrjú Evrópusæti næsta sumar. #fotboltinet— Haraldur Haraldsson (@HarHaralds) August 26, 2021 Gæti orðið brekka næstu árin „Það sem ég er búinn að horfa í líka er að næstu tvö árin erum við að keppa – og safna stigum – með aðeins þrjú lið. Við erum að kasta út betri árum en liðin fyrir ofan okkur. Það er brekka framundan og við þurfum að girða okkur í brók.“ „Við þurfum að halda áfram að berjast. Það er alveg staðreynd að við höfum verið óheppnari með drátt heldur en margar af þessum þjóðum í ár og í fyrra. Á meðan Valur er að keppa við meistarana frá Króatíu þá eru hin liðin að fá meistaralið frá Möltu og slíkt. Það er heppni og óheppni líka.“ „Það má áætla að þetta séu að lágmarki 50 milljónir sem eru að detta út á hverju ári hjá þessum efstu liðum.“ „Ég hef trú á því. Held að íslenskur fótbolti sé í uppsveiflu þrátt fyrir þetta. Eins og ég sagði áðan að við höfum verið mjög óheppin með drátt síðustu tvö ár,“ svaraði Haraldur að lokum aðspurður hvort íslensk karlalið gætu snúið blaðinu við. Klippa: Framkvæmdastjóri Víkings: Erum núna í fjórða neðsta sæti á styrkleikalistanum
Fótbolti Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Evrópudeild UEFA Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Fleiri fréttir „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Sjá meira