Ástæða til að taka atburðarás við Öskju alvarlega Snorri Másson skrifar 4. september 2021 12:22 Freysteinn Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Hann hefur rannsakað Öskju um langt skeið, en eldstöðin kann að vera að taka við sér núna í fyrsta sinn í marga áratugi. Vísir/Egill Aðalsteinsson Ástæða er til að taka landris í kringum Öskju alvarlega að mati jarðeðlisfræðings. Landið hefur risið um nokkra sentímetra eftir að hafa sigið stanslaust í 40 ár og vísbendingar eru um aukna jarðskjálftavirkni á svæðinu. Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“ Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Askja gaus síðast árið 1961 en land í kringum eldstöðina hefur sigið jafnt og þétt frá árinu 1983. Núna er viðsnúningur og land tekið að rísa á ný. Ástæðan fyrir því að Veðurstofan gerði grein fyrir því í gær, er að það er orðið alveg skýrt. Það hefur orðið þrýstiaukning í rótum eldstöðvarinnar, segir Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Þýðir það að það sé að koma gos? „Nei, ekki endilega. Það þarf bara að fylgjast vel með eldstöðinni. Ein möguleg skýring á þessu er að kvika streymi þarna inn í rætur eldstöðvarinnar núna. En núna er tímabil aðgæslu og aukinnar vöktunar,“ segir Freysteinn. Öskjuvatn myndaðist í miklu eldgosi í öskju árið 1875.Stöð 2 Fyrst jarðskorpuhreyfingar, svo skjálftavirkni Mörg dæmi eru umm að kvika streymi inn í rætur eldstöðvar án þess að það leiði til goss, en hitt er einnig vel mögulegt að þetta sé upphafið að því sem síðar getur orðið aðdragandinn að eldgosi. Þannig var óróleiki um hríð við Svartsengi áður en gjósa tók annars staðar á Reykjanesskaga skömmu síðar. „Þetta gæti verið einhver þannig aðdragandi en alveg eins líklegt og kannski öllu líklegra að þetta bara fjari út. En þar sem eldstöðin hefur verið í kyrrð má segja, þá er rétt að taka þetta alvarlega,“ segir Freysteinn. Merki eru um breytta jarðskjálftavirkni í kringum eldstöðina en enn um sinn er sú breyting lítil. Hún gæti þó orðið meiri eftir því sem fram vindur. „Það er algengt að skjálftarnir komi kannski ekki fyrr en aðeins seinna. Það er ekkert óeðlilegt við það að fyrsta merkið sem við greinum séu jarðskorpuhreyfingar.“ Ólíklegt er að mögulegt gos í miðju Ódáðahrauni hafi veruleg áhrif á byggð, enda þyrftu ólíkar tegundir kviku að mætast til þess að úr yrði umfangsmikið sprengigos. Helst hefði Freysteinn áhyggjur af ferðamönnum á svæðinu. „Líklegasta atburðarásin er bara staðbundið hraungos inni á hálendi þar sem engir eru. En það eru þessar litlu líkur á að það gerist eitthvað annað. Við höfum líka Öskjuvatn og eldgos sem getur orðið í vatni á þessum stað. Það getur orðið gjóskufall. En þetta er framtíðarmúsík, það þarf bara að fylgjast vel með hvert þetta leiðir okkur áfram.“
Eldgos og jarðhræringar Skútustaðahreppur Almannavarnir Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira