Þrettán orð sem breyttu öllu Halldóra Mogensen skrifar 9. september 2021 08:00 „Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldóra Mogensen Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Fíkn Heilbrigðismál Lögreglumál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl.“ Þessi þrettán orð Johann Hari breyttu því hvernig ég hugsaði um vímuefnavanda fólks. Hver rannsóknin á fætur annarri hefur enda sýnt að við manneskjurnar höfum meðfædda þörf fyrir tengsl. Þegar okkur líður vel, þegar við erum heilbrigð og hamingjusöm, þá tengjumst við öðrum. Ef við erum einangruð og líður illa þá tengjumst við einhverju sem veitir tímabundinn létti - eins og vímuefnum. Núverandi refsistefna í vímuefnamálum ýtir undir það síðarnefnda. Hún eykur jaðarsetningu vímuefnanotenda, gerir þeim erfiðara fyrir að tengjast samfélaginu, sem síðan ýtir undir aukinn fíknivanda þeirra. Ég ræddi við Johann Hari á aðalfundi Pírata í ágúst. Spjallið okkar má sjá hér að neðan. Gagnslaust og skaðlegt Það er útilokað að eyða vímuefnum úr samfélaginu. Við gætum varið öllum heimsins peningum og öllum starfskröftum lögreglu í að hafa uppi á efnunum en við myndum samt ekki útrýma þeim. Það sést einfaldlega best í fangelsum landsins. Meira að segja fangar undir strangri öryggisgæslu allan sólarhringinn geta nálgast skammtinn sinn. Við munum aldrei geta upprætt vímuefnin og þau verða hér svo lengi sem það er eftirspurn eftir þeim. Rannsóknir sýna að harðari refsingar í vímuefnamálum draga hins vegar ekki úr eftirspurn. Þrátt fyrir að Filippseyingar gangi meira að segja svo langt að drepa fíkniefnasala og viðskiptavini þeirra þá hefur staðan lítið breyst á eyjunum. Þó svo að við göngum blessunarlega ekki jafn langt í okkar refsistefnu þá er engu að síður ábyrgðalaust að halda áfram stefnu sem er ekki bara gagnslaus, heldur stórkostlega skaðleg. Hún ýtir notendum út á jaðarinn og viðheldur neyð þeirra. Nálgun sem virkar Það er þess vegna sem Píratar vilja hætta að refsa vímuefnanotendum með því að afglæpavæða neysluskammta vímuefna. Fólk með vímuefnavanda á heima í heilbrigðiskerfinu, ekki dómskerfinu. Píratar hafa alltaf beitt sér fyrir skaðaminnkun, einfaldlega af því að hún virkar. Í stað þess að jaðarsetja fólk sér skaðaminnkun til þess að komið er fram við fólk eins og manneskjur. Skaðaminnkunarnálgun hvetur til virkari þátttöku í samfélaginu og eykur þannig líkur á bata. Við drögum úr andstöðu samfélagsins við vímuefnanotendur, án þess að eyða andstöðunni við vímuefnin sjálf. Píratar vilja draga úr eftirspurn eftir vímuefnum með aðferðum sem virka: Með gagnreyndum forvörnum, fræðslu, viðhalds- og meðferðarúrræðum. Þar þarf sérstaklega að huga að áhrifaþáttum fíknar, svo sem áfalla í æsku og annarra félagslegra þátta. Við viljum setja nýja og mannúðlega stefnu í áfengis- og vímuvörnum samhliða afglæpavæðingu neysluskammta, þar sem áhersla verður lögð á skaðaminnkun, fræðslu og forvarnir. Engin slík stefna er í gildi hjá stjórnvöldum sem stendur. Velsæld og vímuefni Besta forvörnin í vímuefnamálum er þó að uppræta fátækt og neyð. Útrýma því sem einangrar fólk, lætur því líða illa og leiðir til þess að það leitar í tímabundinn létti vímuefnanna. Þess vegna tölum við Píratar fyrir velsældarhagkerfinu sem hvílir á þeirri hugmynd að hætta að einblína á hagvöxt sem eina mælitækið á gæði samfélagsins. Við þurfum fleiri og betri mælikvarða. Eins og hvort auðvelt sé að eignast húsnæði? Hvernig er geðheilbrigði þjóðarinnar? Er umhverfið heilsusamlegt? Er menntakerfið gott? Er mikil lýðræðisleg þátttaka? Gott heilbrigðiskerfi? Mælikvarðar sem þessir breyta ekki aðeins hvötunum í hagkerfinu og auka gagnsæið, því þá veit fólk hvort skattpeningar þeirra séu raunverulega að bæta samfélagið, heldur stuðla jafnframt að alvöru lausnum gegn vímuefnavandanum. Við sköpum efnahagslegt svigrúm fyrir fólk til að huga að tilgangi og ástríðu, í stað þess að þræla sér út til þess eins að ná ekki einu sinni endum saman. Þannig fyrst getum við ræktað þá þætti samfélagsins sem ýta undir heilbrigða tengslamyndun sem dregur úr vímuefnavandanum, því jú: Andstæðan við fíkn er ekki að vera allsgáður. Andstæðan við fíkn eru tengsl. Höfundur er oddviti Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Norður fyrir alþingiskosningarnar 25. september.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar