Svíþjóðardemókrati handtekinn grunaður um morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 15:27 Maðurinn er talinn hafa orðið konu í Vestur-Gautlandi að bana í síðustu viku. Hann gegnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Svíþjóðardemókrata. EPA-EFE/Johan Nilsson Karlmaður hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa myrt konu í suðurhluta Vestur-Gautlands í síðustu viku. Maðurinn er sagður stjórnmálamaður í flokki Svíþjóðardemókrata og sinnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“ Svíþjóð Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira
Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“
Svíþjóð Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Sjá meira