Vandamálið er tvíþætt; í fyrsta lagi hafa lyfjaframleiðendur ekki lagt það í vana sinn að rannsaka áhrif bóluefna á tíðahringinn eða frjósemi þegar prófanir eru gerðar á virkni og öryggi efnanna. Þá hafa engar rannsóknir verið gerðar á mögulegum tengslum þarna á milli.
Í öðru lagi þá er tíðahringurinn afar breytilegur, bæði hjá konum yfirhöfð og hjá hverri konu fyrir sig. Þannig geta margir þættir haft áhrif á hann, til dæmis streita, veikindi og lífstílsbreytingar.
Þrátt fyrir margar sögur af mögulegum tengslum milli bólusetninga og breytinga á tíðahring kvenna segja sérfræðingar ekki liggja fyrir að um orsakatengsl sé að ræða og ítreka að bóluefnin séu örugg, virk, og nauðsynleg til að binda enda á kórónuveirufaraldurinn.
Þeir segja hins vegar um að ræða mikilvæga spurningu sem sé enn ósvarað.
Rannsóknin verður framkvæmd af teymum við Boston University, Harvard Medical School, Johns Hopkins University, Michigan State University og Oregon Health and Science University.
Þátttakendur verða á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn og eiga það allir sameiginlegt að hafa ekki verið bólusettir. Helmingur hópsins mun samanstanda af einstaklingum sem hyggjast láta bólusetja sig og helmingur af einstaklingum sem ætla ekki að þiggja bólusetningu.