Anton Kristinn segir ekkert til í fullyrðingu um 50 milljóna króna sekt Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 15. september 2021 14:34 Anton Kristinn Þórarinsson sagði það hafa verið einungis orðróm að vinna ætti honum mein vegna máls sem tengist upplýsingagjöf til lögreglu. vísir Anton Kristinn Þórarinsson segir ekki eiga við rök að styðjast að aðilar í undirheimum hafi ætlað að sekta hann um tugi milljóna króna. Hann þvertekur fyrir að hafa vitað af fyrirætlunum Angjelin Sterkaj um að gera Armando Beqirai mein. Hefði hann vitað það hefði hann tekið fyrir það. Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Við aðalmeðferð Rauðagerðismálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sagði Anton það hefði ekki átt við rök að styðjast að Armando Beqirai og félagi hans Goran Kristján Stojanovic hafi sett á hann sekt sem hljóðaði samtals upp á 50 milljónir króna. Angjelin Sterkaj, sem hefur játað að hafa skotið Armando til bana í Rauðagerði í febrúar síðastliðnum, sagði við aðalmeðferð málsins á mánudag að Armando og Goran hefðu viljað 25 milljónir hvor frá Antoni. Angjelin sagði Armando og Goran hafa beðið sig um að taka börn Antons Kristins til að setja pressu á hann að greiða sektina. Angjelin sagðist hafa neitað því og þá hafi upphafist miklar deilur sem enduðu með því að Angjelin skaut Armando níu sinnum með skammbyssu með hljóðdeyfi við heimili Armando í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðinn. Kolbrún Benediktssdóttir, varahéraðssaksóknari sem sækir málið, spurði Anton Kristinn hvort eitthvað væri til í þessu að Armando og Goran hafi ætlað að setja sekt á Anton. „Ég tjekkaði á því. Það reyndist ekki eiga við rök að styðjast,“ svaraði Anton. Hann sagði að Angjelin hefði verið náinn vinur sinn og hann hefði kannast lítillega við Armando. Kolbrún spurði Anton hvort hann hefði eitthvað haft með árásina á Armando að gera. „Nei, hefði ég vitað þetta hefði ég tekið fyrir að þetta yrði gert,“ svaraði Anton. Anton sagðist fyrir morðið hafa fengið símtal frá Goran sem hafi beðið hann um að losa sig við Angjelin vegna deilna þeirra á milli sem Anton kannaðist ekki við. Anton Kristinn Þórarinsson ásamt eiginkonu sinni Ellen Egilsdóttur á leið í dómsal 101 í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir Af gögnum í máli lögreglufulltrúa sem lekið var á Internetið í upphafi árs, og mikið var fjallað um í fjölmiðlum kom fram að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglu. Kolbrún spurði hvort Anton hafi orðið fyrir aðkasti eða hótunum vegna þess. „Nei, það var orðrómur um það,“ svaraði Anton. Spurður hvort hann hafi gripið til ráðstafana svaraði Anton því neitandi en nefndi að hann hefði fengið vini til landsins sem hann reddaði störfum í byggingarvinnu. Kolbrún spurði hvort rétt væri að Goran og Armando hafi ætlað að gera Antoni eitthvað vegna upplýsingagjafarinnar. „Það var orðrómur löngu á undan en staðreyndin er sú að það var ekki,“ svaraði Anton en hann sagðist hafa heyrt slíkar sögusagnir frá Angjelin. Hann sagðist ekki hafa vitað af því að Angjelin ætti byssuna eða hvernig hann hefði komist yfir hana. Anton kvaðst aldrei hafa séð téða byssu né komið við hana. Ellen Egilsdóttir, eiginkona Antons, gaf skýrslu fyrir dómi að loknum vitnisburði Antons. Áfram verður fjallað um málið á Vísi.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels