Stórslasaðar á gjörgæslu en ekki í lífshættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2021 16:38 Spítalinn á Tenerife þar sem konurnar tvær eru á gjörgæslu. Eiginmaður konu sem slasaðist alvarlega þegar króna féll úr pálmatré á veitingastað á Tenerife á sunnudaginn segir eiginkonu sína og vinkonu hennar enn á gjörgæslu. Konurnar séu ekki í lífshættu en mikið slasaðar. Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan fjögur síðdegis á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Þær voru í vinkonuferð í sólinni. Tvær konur slösuðust mest og gengust báðar undir aðgerð. Þær eru enn á gjörgæsludeild að sögn eiginmanns annarrar konunar sem baðst undan því að koma undir nafni. Spítalinn virðist fyrsta flokks Vísir ræddi við eina konuna í gær sem sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún taldi að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Eiginmaðurinn flaug utan í gær ásamt eiginmanni hinnar konunnar sem er slösuð á gjörgæslu. Honum sýnist spítalinn fyrsta flokks hvar konurnar liggja og eiginmennirnir fá að hitta þær í stuttan tíma á hverjum degi. Þar geti þau rætt saman en konurnar séu við mikla lyfjagjöf eftir slysið og aðgerðina sem fylgdi. Helst sé um að ræða áverka á brjósti og baki, rifbein og annað slíkt. Mikil umræða um slysið á Tenerife Aðspurður hvort þau séu bjartsýn á bata segist eiginmaðurinn auðvitað verða að vona það besta. Staðan sé þó enn krítísk. Þó konurnar séu ekki í lífshættu liggi þær enn á gjörgæslu mikið slasaðar. Hann sér fram á að vera ytra næstu vikurnar og finnur fyrir hlýhug að heiman. Þeim hafi borist margar kveðjur og margir haft samband. Aðspurður segir hann málið hafa verið mikið í fréttum ytra og skapað mikla umræðu. Enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem svona slys gerist. Hinar þrjár konurnar slösuðust minna og eru á leiðinni heim til Íslands. Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. 14. september 2021 15:21 Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Slysið átti sér stað á Ameríkuströndinni í bænum Arona á suðvestanverðri Tenerife-eyju um klukkan fjögur síðdegis á sunnudag. Toppur pálmatrés hrundi þá skyndilega á fimm íslenskar konur á fimmtugsaldri sem sátu við veitingastað. Þær voru í vinkonuferð í sólinni. Tvær konur slösuðust mest og gengust báðar undir aðgerð. Þær eru enn á gjörgæsludeild að sögn eiginmanns annarrar konunar sem baðst undan því að koma undir nafni. Spítalinn virðist fyrsta flokks Vísir ræddi við eina konuna í gær sem sagði að hvasst hafi verið á sunnudaginn en svo virtist sem að ekkert hafi verið hugsað um trén sem standa við göngugötu. Hún taldi að toppurinn sem féll hafi vegið mörg hundruð kíló og að hann hafi hrunið úr fimm til sex metra hæð. Eiginmaðurinn flaug utan í gær ásamt eiginmanni hinnar konunnar sem er slösuð á gjörgæslu. Honum sýnist spítalinn fyrsta flokks hvar konurnar liggja og eiginmennirnir fá að hitta þær í stuttan tíma á hverjum degi. Þar geti þau rætt saman en konurnar séu við mikla lyfjagjöf eftir slysið og aðgerðina sem fylgdi. Helst sé um að ræða áverka á brjósti og baki, rifbein og annað slíkt. Mikil umræða um slysið á Tenerife Aðspurður hvort þau séu bjartsýn á bata segist eiginmaðurinn auðvitað verða að vona það besta. Staðan sé þó enn krítísk. Þó konurnar séu ekki í lífshættu liggi þær enn á gjörgæslu mikið slasaðar. Hann sér fram á að vera ytra næstu vikurnar og finnur fyrir hlýhug að heiman. Þeim hafi borist margar kveðjur og margir haft samband. Aðspurður segir hann málið hafa verið mikið í fréttum ytra og skapað mikla umræðu. Enda sé þetta ekki í fyrsta skipti sem svona slys gerist. Hinar þrjár konurnar slösuðust minna og eru á leiðinni heim til Íslands.
Spánn Íslendingar erlendis Lentu undir pálmatré á Tenerife Kanaríeyjar Tengdar fréttir Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. 14. september 2021 15:21 Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14 Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Urðu undir hundruð kílóa trjátoppi á meðan þær skoðuðu matseðilinn Ein íslensku kvennanna sem varð undir hluta af pálmatré á spænsku eyjunni Tenerife segir að toppur trésins hafi hrunið fyrirvaralaust á þær á meðan þær skoðuðu matseðilinn. Tvær þeirra liggja nú á gjörgæslu. 14. september 2021 15:21
Verulega slasaðar eftir að pálmatré féll á þær á Tenerife Tvær íslenskar konur eru verulega slasaðar á gjörgæsludeild eftir að pálmatré féll á þær og þrjár aðrar fyrir utan veitingastað á spænsku eyjunni Tenerife á sunnudag. Símum kvennanna var stolið þar sem þær lágu í sárum sínum, að sögn eiginmanns einnar þeirra. 14. september 2021 09:14
Þrjár íslenskar konur slösuðust þegar pálmatré féll á þær Þrjár íslenskar konur eru slasaðar eftir að hafa orðið fyrir pálmatré í bænum San Miguel de Abona á spænsku eyjunni Tenerife í gær. 13. september 2021 20:09