Hvers vegna ekki Flokk fólksins? Þór Saari skrifar 17. september 2021 15:02 Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Saari Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Flokkur fólksins varð til á sínum tíma í kringum eina manneskju sem hefur af mikilli einurð og afli barist hetjulega fyrir bættum kjörum öryrkja og fólks sem er neðarlega í hagsældarstiganum. Flokkurinn komst inn á þing 2017 vegna framgöngu formannsins í formannaþætti í sjónvarpinu daginn fyrir kosningar, en málefnaskrá flokksins hefur ávallt þótt rýr þótt megin áherslur hans séu mikilvægar. Flokkur fólksins er ekki byggður á neinum hugmyndafræðilegum grunni þó það votti fyrir sósíalískum áherslum í helsta baráttumáli hans og talar heldur ekki fyrir kerfisbreytingum, en vill halda áfram með þá kapítalísku umgjörð sem er um samfélagið og það er einmitt sú umgjörð sem hefur gert það að verkum að staða hinna ver settu í hagsældarstiganum heldur áfram að versna. Það er einfaldlega eðli þess kerfis og innbyggt í það. Flokkurinn talar líka rækilega gegn spillingu og er á margan hátt samhljóma bæði Pírötum og Sósíalistaflokknum í mörgum málum með þær megináherslur og málflutningur þingmannanna hefur verið röggsamur og ákveðinn og flokkurinn náði inn fjórum þingmönnum í kosningunum 2017. Það kvarnaðist þó úr liðinu kjölfar Klausturbars málsins en tveir af þingmönnum flokksins voru þar í þeim hryllilega hóp. Flokkurinn og formaðurinn mega eiga það að þau hikuðu ekki við að krefjast brotthvarfs þeirra tveggja úr flokknum í kjölfarið og það jafnvel þótt þau yrðu aðeins tvö eftir í flokknum sem gerði þeim erfitt fyrir í þingstörfunum. Þar setti flokkurinn siðferði framar pólitík sem er ekki algengt í þeim geira sem íslenskt stjórnmál eru. Flokkur fólksins er hins vegar lítill og ekki með mikið bakland og það, saman með frekar veikri og þröngri hugmyndafræði, gerir hann að flokki sem ætti ekki að vera leiðandi í meirihlutsamstarfi. Flokkurinn er hins vegar einarður í afstöðu sinni með þeim sem standa höllum færi í samfélaginu og staðfastur í þeirri afstöðu og kemur fyrir sem flokkur með formann sem stendur við sitt. Vegna smæðar og hugmyndafræðilegs skorts ætti Flokkur fólksins heldur að nýta meirihluta samstarf á Alþingi, ef það verður kostur, sem baráttutæki fyrir sinn kjósendahóp og til að byggja sig upp enn frekar og vera með í því mjög mikilvæga verkefni sem framundan er, að jafna kjör þeirra sem minna mega sín svo um munar. Höfundur er hagfræðingur og skipar annað sætið á lista Sósíalistaflokksins í suðvestur kjördæmi.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar