Tölum um Evrópusambandið Dóra Sif Tynes skrifar 20. september 2021 08:02 Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Dóra Sif Tynes Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun