Leikskólakennari lagði VÍS vegna töfrasprotaslyss Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 22:25 Landsréttur kvað upp dóm í málinu í gær. Vísir/Vilhelm VÍS var í gær dæmt til að greiða konu bætur úr slysatryggingu launþega vegna slyss sem hún lent í á heimili sínu þegar hún var að þrífa svokallaðan töfrasprota. Töfrasproti er geysivinsælt eldhústæki sem getur þó verið vandmeðfarið. Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna. Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Konan starfaði sem leikskólakennari hjá Fjarðabyggð en var í fæðingarorlofi þegar slysið varð árið 2016. VÍS neitaði að greiða henni bætur vegna slyssins á þeim forsendum að hún hefði ekki tilkynnt réttilega um það innan tilskilins frests. Samkvæmt ákvæðum laga um vátryggingar og tryggingaskírteinis bar konunni að tilkynna um slysið innan eins árs. Konan tilkynnti slysið tveimur vikum eftir atburðinn með þar til gerðu eyðublaði sem skilað var til VÍS. Rúmum tveimur árum eftir slysið fól konan lögmannstofu að krefjast bóta vegna þess. Lögmannstofan sendi í kjölfarið bréf á VÍS þar sem óskað var eftir afstöðu til bótaskyldu. VÍS staðfesti bótaskyldu vegna frjálsrar fjöslkyldutryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu en tók fram að ef ætlunin væri að sækja bætur í launþegatryggingu vinnuveitanda þyrfti alltaf að koma undirrituð tilkynning frá vinnuveitanda og var óskað eftir því að slík tilkynning yrði send. Lögmaður konunnar aflaði þá staðfestingar vinnuveitanda á slysinu og sendi ósk um staðfestingu VÍS á bótaskyldu úr launþegatryggingu. Konan hlaut níu prósent örorku Með matsgerð sem óskað var eftir árið 2019 var varanleg örorka konunnar metin níu prósent vegna slyssins. VÍS tilkynnti konunni skömmu eftir að niðurstaða matsgerðar lá fyrir að félagið væri reiðubúið að gera upp við konunna vegna slyssins á grundvelli matsgerðarinnar vegna fjölskyldutryggingarinnar. Hins vegar var bótaskyldu úr slysatryggingu launþega sem Fjarðabyggð var með hjá VÍS hafnað. Höfnunina rökstuddi VÍS með þeim rökum að ekki hefði verið tilkynnt um slysið fyrr en um þremur árum eftir tjónsatburð hvað varðaði slysatryggingu launþega. Þannig hafi hvergi komið fram í upprunalegri tilkynningu að konan væri leikskólakennara sem nyti kjarasamningsbundinnar slysatryggingar launþega. Konan hafnaði þeirri málsástæðu og tók fram á tilkynningareyðublaði hafi staðið að hún væri leikskólakennari. VÍS ítrekaði í kjölfarið fyrri afstöðu sína með tölvupósti til konunnar. Dómurinn féllst ekki á málatilbúnað VÍS Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem Landsréttur staðfestir, var málatilbúnaði VÍS hafnað á þeim ástæðum meðal annars að hvergi í lögum um vátryggingar sé að finna kröfu um að vátryggingartaki skuli tilgreina úr hvaða tryggingu krafist er bóta. Því hafi upphafleg tilkynning um tjónið fullnægt kröfum um eins árs tilkynningarfrest. Þá var og bent á að konan hafi tekið fram á eyðublaði að hún væri leikskólakennari í fæðingarorlofi. Af þeim ástæðum féllst dómurinn á kröfur konunnar og viðurkenndi bótaskyldu VÍS úr kjarasamningsbundinni slysatryggingu launþega Fjarðabyggða vegna slyssins. Þá var VÍS gert að greiða konunni málskostnað á báðum dómstigum, alls 1,7 milljón króna.
Dómsmál Tryggingar Neytendur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent