Sjá mátti reykjarsúlur stiga upp til himins klukkan korter yfir þrjú að staðartíma í gær í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þar með hófst fyrsta eldgosið á La Palma í 40 ár.
Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe
— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021
Eldgosið er kraftmikið og stefnir töluverður hraunstraumur í átt að Atlantshafinu. Á myndum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig hraunstraumurinn hefur runnið yfir hús í grennd við gosstöðvarnar. Mest hefur tjónið verið í þorpinu El Paso þar sem tuttugu hús hafa eyðilagst, en óttast er að eyðileggingin verði meiri í nærliggjandi þorpum.
Lava swallowing homes, today in La Palma, Canary Island pic.twitter.com/FFJASdpxGf
— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021
Ólíklegt er þó talið af mannfólki stafi hætti af eldgosinu svo lengi sem það hagi sér af ábyrgð í grennd við gosið, að því er haft er eftir eldfjallafræðingnum Nemesio Perez í frétt Reuters.
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, er mættur á staðinn til að taka út aðstæður. Hvatti hann íbúa til að taka eldgosinu með ró, yfirvöld myndu senda nauðsynlega aðstoð ef á þyrfti að halda.
Lava reaching homes, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/xnuM4W2fFZ
— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021
Sem fyrr segir stefnir hraunstraumurinn í átt að Atlantshafinu en óvíst er hvaða leið hann stefnir þangað. Búið er að rýma svæði sem talið er mögulegt að verði hrauninu að bráð, þar á meðal er Puerto Naos, þar sem finna má vinsæla strönd sem ferðamenn sækja gjarnan.
Horfa má á beina útsendingu Reuters frá eldgosinu hér að neðan.