Við getum eytt biðlistunum því við höfum gert það áður Vilhjálmur Árnason skrifar 20. september 2021 11:30 Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Suðurkjördæmi Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð. Heilsugæslan á að vera fyrsti viðkomustaður heyrist gjarnan, en svo er kannski fimm vikna bið. Viljum fyrsta flokks þjónustu Þetta er ekki sú þjónusta sem við viljum búa við í vel stæðu velferðarsamfélagi. Allir sjá að þetta er ekki skynsamlegt. Fyrir utan þá vanlíðan sem biðlistarnir skapa þá geta þeir leitt til frekari kvilla, aukinnar lyfjaþörf og álags annarsstaðar í heilbrigðiskerfinu. Það má því segja að það sé mikil forvörn að útrýma biðlistum. Forvörn sem bætir heilsu fólks og dregur úr eftirspurn eftir kostnaðarsamari þjónustu. Búum við öflugan mannauð Við erum svo heppin að lausnirnar eru til en við erum ekki að nýta okkur þær út af pólitík. Bæði hér á Íslandi og um víða um heim er gríðarlega öflugt heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir að veita góða velferðarþjónustu. Þetta er fólk sem hefur fjölda hugmynda til að leysa áskoranir heilbrigðiskerfisins. Á sama tíma er hugverkaiðnaðurinn á fullu við að hanna tæknilausnir sem auðvelda aðgengi að þjónustu og einfalda veitingu þjónustu. Við verðum að hleypa þessu öfluga fólki að með lausnirnar fyrir okkur hin. Hvað hefur Sjálfstæðisflokkurinn gert? Sjálfstæðisflokkurinn vill setja almenning í fyrsta sæti, gefa því valfrelsi og öllum jafna þjónustutryggingu. Sjálfstæðisflokkurinn stóð fyrir setningu laga um Sjúkratryggingar Íslands til að geta gert samning við sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk svo tryggja mætti fjölbreytt úrræði í heilbrigðisþjónustu. Á grunni þeirra var biðlistum um augasteina útrýmt og líka biðlistum eftir heilsugæsluþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, svo dæmi séu tekin. Það yrði í gegnum þessi lög sem samningur yrði gerður til að veita liðskiptaaðgerðir hérlendis í stað þess að flytja fólk úr landi á þreföldu verði, sem er glórulaust. Þá hafa talmeinafræðingar og sjúkraþjálfarar veitt þjónustu á grundvelli laga um sjúkratryggingar. Nú er komin upp sú staða að Sjúkratryggingar Íslands og heilbrigðisráðuneytið hafa breytt reglugerðum og ekki gert samninga sem hafa komið okkur í þá stöðu að menntað heilbrigðisstarfsfólk fær ekki að veita þá þjónustu sem fólk er að bíða eftir með tilheyrandi kostnaði og vanlíðan. Það á við um talmeinafræðinga og sjúkraþjálfara. Snýst ekki um gróða Á Íslandi erum við sammála um að búa við opinbert heilbrigðiskerfi á þann veg að ríkið greiðir fyrir heilbrigðisþjónustuna en þjónustan er rekin af opinberum stofnunum og sjálfstætt starfandi í bland. Mikill meirihluti þeirra sem stunda sjálfstætt starfandi heilbrigðisþjónustu á Íslandi er menntað heilbrigðisstarfsfólk sem er í sínum störfum af hugsjón um að veita fólki velferðarþjónustu. Rekstarform sjálfstætt starfandi eru fjölbreytt; frjáls félagasamtök, sjálfseignastofnanir og einkahlutafélög. Má þar nefna úrval hjúkrunarheimila, SÁÁ, Krabbameinsfélagið, sjúkraþjálfara, talmeinafræðinga, sjálfstæðu heilsugæslustöðvarnar sem mest ánægja mælist með hjá sjúklingum, Hugarafl, Klíníkina, Heilsuhælið í Hveragerði og marga fleiri. Fólkið í heilbrigðisgeiranum er framtakssamt hugsjónarfólk og þekkir lausnirnar. Áskoranir aukast dag frá degi í velferðarkerfinu og má þar nefna geðheilbrigðismál og öldrun þjóðarinnar. Við munum ekki leysa þessar áskoranir án þess að hleypa að þeim tæknilausnum sem íslenskt hugvit hefur þróað og treysta okkar öfluga heilbrigðisstarfsfólki við að skapa þau úrræði sem veita bestu lausnina. Sjálfstæðisflokkurinn leggur skýra áherslu á að almenningur sé í fyrirrúmi og fái fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu hvar sem er á landinu og óháð efnahag, stétt og stöðu að öðru leyti.. Við viljum eyða biðlistunum enda höfum við gert það áður. Til þess þarf Sjálfstæðisflokkurinn á þínu atkvæði að halda. Höfundur er varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og frambjóðandi í 2. sæti í Suðurkjördæmi.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun