„Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. september 2021 11:54 Eftir hundruð skjálfta undanfarnar vikur byrjaði að gjósa á eyjunni síðdegis í gær. EPA/Miguel Calero Hjónin Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir bjuggu á La Palma í tvö ár en eru nýflutt heim til Íslands. Þau segja eldgosið sem nú gengur yfir eyjuna enn eitt áfallið fyrir íbúana sem hafa nýlega glímt við bæði skógarelda og hitabeltisstorm. Það var á þriðja tímanum í gær að íslenskum tíma sem gjósa fór í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Síðast gaus á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja, árið 1971 og hafa eyjaskeggjar því sloppið við gos og það sem því fylgir í hálfa öld. Hafsteinn og Guðrún fóru á fullt í ræktun þegar þau bjuggu ytra. Þau gróðursettu þúsundir ávaxtatrjáa og eiga auk þess tvö lítil hús við akrana. „Við lögðum allt sem við áttum í þetta, ást og alúð,“ segir Hafsteinn sem telur þau vera hólpin með sína hluti. Ekki hafi þó endilega stefnt í það. Guðrún og Hafsteinn láta vel af árunum tveimur á La Palma og útiloka alls ekki að snúa þangað aftur fljótlega.Úr einkasafni Þannig hafi skjálftaórói verið mikill á eyjunni undanfarnar vikur og margir reiknað með að eldfjallið sem gaus árið 1971 myndi gjósa aftur. Flestir skjálftarnir voru á því svæði og það hefði verið besta sviðsmyndin því þar sé minni byggð. Svo hafi skjálftarnir færst norðar og norðar á miðja eyjuna. „Meðal annars uppi á okkar akri,“ segir Hafsteinn. Bíður eftir að hraunið renni út í sjó Svo gerist það í gær að það byrjar að gjósa í Rajada nærri byggð. „Þetta er mjög sorglegt. Þetta eru hundruð húsa. Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina,“ segir Hafsteinn. Hann á ekki von á manntjóni enda hafi fólk verið meðvitað um hættuna og þá hafi verið lokað fyrir umferð á hættusvæði. „Maður bíður eftir að þetta fari ofan í sjóinn. Það er bratt á eyjunni og hraunið finnur sér leið niður í sjó.“ Bíða eftir að þetta klárist Þau Hafsteinn og Guðrún kynntust góðu fólki á árum sínum tveimur ytra. Fólk sem þau eru í góðu sambandi við, sem ræktar sömuleiðis garðinn sinn og sjái um þeirra ræktun. „Við erum beintengd við margt „local“ fólk. Erum mjög lukkuleg með að þekkja staðhætti, menningu og fólk,“ segir Hafsteinn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hugar að fólki á La Palma í morgun. Angel Victor Torres, forseti Kanaríeyja, er lengst til vinstri og heldur um upphandlegg íbúa í fjöldahjálparstöð. Um fimm þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma.Getty Images „Vinir okkar hafa líka verið með eignir í hættu. Þau eru að reyna að komast til að vökva akurinn,“ segir Hafsteinn. Vegurinn hafi verið lokaður í gær vegna gashættu. Þá sé öskufall töluvert líka. „Nú er bara að bíða eftir að þetta klárist, og vona það besta.“ Sjónvarpstökur eftir tvær vikur Hafsteinn segir sérfræðinga ytra reikna með því að gosið vari í sex til átta vikur. Þau eiga sjálf flugmiða utan 5. október og þá ætli Lóa Pind Aldísardóttir sjónvarpskona að hitta á þau. Lóa hefur verið á faraldsfæti undanfarin misseri að taka hús á Íslendingum búsettum erlendis. Afraksturinn hefur verið sýndur í þáttunum Hvar er best að búa á Stöð 2. „Hraunið hreyfir sig hægt. Félagar okkar eru að fara að þessu og í beinni útsendingu. Það er dramatískt að sjá þetta en fólk virðist rólegra yfir þessu því nær sem það er gosinu,“ segir Hafsteinn. Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 „Maður sér myndbönd af slökkviliðsfólki inni í húsi sem þegar eru komin undir hraun. Það er súrrealískt að sjá þetta.“ Hann lætur vel af lífinu á La Palma og þau hjónin eiga allt eins von á því að flytja þangað aftur, þegar verkefni þeirra hér á landi verður lokið. Hafsteinn lýsir því að þau hafi lagt allt sitt í að byggja upp ræktun á La Palma undanfarin tvö ár.Úr einkasafni „Eyjunni er mikið ruglað saman við Las Palmas, sem hefur sína kosti og galla. Það eru engar strandir þarna eða þannig. Þetta gengur út á að rækta vínber, avókadó og svo er mikil bananarækt,“ segir Hafsteinn. Áfall á áfall ofan Íbúar á eyjunni séu því miður orðnir öllu vanir eftir erfiða undanfarna mánuði. „Þeir eru nýbúnir að lenda í skógareldum, það kviknaði í þorpi í grennd við þar sem gosið er nú. Svo kom hitabeltisstormur frá Sahara og þá glötuðust mörg laufblöð þótt ræturnar lifi af. Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum. 85 prósent af öllu avókadó fór forgörðum rétt fyrir uppskeru. Svo kemur eldgos. Það er mikið á fólk lagt.“ Brunarústir í Los Llanos á La Palma í ágúst eftir þriggja daga skógareld. Eldurinn eyðilagði hús, bíla og setti uppskeru í uppnám.EPA/MIGUEL CALERO Hann lýsir stemmningunni á eyjunni sem suður-amerískri. Þar séu gamlir bílar og fólk taki lífinu með ró. „Svo ég er viss um að það standa allir saman,“ segir Hafsteinn. Það verði þó skrýtið að koma til baka eftir nokkra mánuði á Íslandi og sjá breytingarnar. „Eyjan á átta milljóna ára sögu af litlum eldgosum. Húsið okkar er byggt með molum úr eldgosum.“ Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, segir engin verkefni tengd gosinu á La Palma hafa komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins. Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Það var á þriðja tímanum í gær að íslenskum tíma sem gjósa fór í eldfjallinu Rajada nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Síðast gaus á eyjunni, sem er mikil eldfjallaeyja, árið 1971 og hafa eyjaskeggjar því sloppið við gos og það sem því fylgir í hálfa öld. Hafsteinn og Guðrún fóru á fullt í ræktun þegar þau bjuggu ytra. Þau gróðursettu þúsundir ávaxtatrjáa og eiga auk þess tvö lítil hús við akrana. „Við lögðum allt sem við áttum í þetta, ást og alúð,“ segir Hafsteinn sem telur þau vera hólpin með sína hluti. Ekki hafi þó endilega stefnt í það. Guðrún og Hafsteinn láta vel af árunum tveimur á La Palma og útiloka alls ekki að snúa þangað aftur fljótlega.Úr einkasafni Þannig hafi skjálftaórói verið mikill á eyjunni undanfarnar vikur og margir reiknað með að eldfjallið sem gaus árið 1971 myndi gjósa aftur. Flestir skjálftarnir voru á því svæði og það hefði verið besta sviðsmyndin því þar sé minni byggð. Svo hafi skjálftarnir færst norðar og norðar á miðja eyjuna. „Meðal annars uppi á okkar akri,“ segir Hafsteinn. Bíður eftir að hraunið renni út í sjó Svo gerist það í gær að það byrjar að gjósa í Rajada nærri byggð. „Þetta er mjög sorglegt. Þetta eru hundruð húsa. Fólk er að horfa á húsin sín hverfa ofan í jörðina,“ segir Hafsteinn. Hann á ekki von á manntjóni enda hafi fólk verið meðvitað um hættuna og þá hafi verið lokað fyrir umferð á hættusvæði. „Maður bíður eftir að þetta fari ofan í sjóinn. Það er bratt á eyjunni og hraunið finnur sér leið niður í sjó.“ Bíða eftir að þetta klárist Þau Hafsteinn og Guðrún kynntust góðu fólki á árum sínum tveimur ytra. Fólk sem þau eru í góðu sambandi við, sem ræktar sömuleiðis garðinn sinn og sjái um þeirra ræktun. „Við erum beintengd við margt „local“ fólk. Erum mjög lukkuleg með að þekkja staðhætti, menningu og fólk,“ segir Hafsteinn. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hugar að fólki á La Palma í morgun. Angel Victor Torres, forseti Kanaríeyja, er lengst til vinstri og heldur um upphandlegg íbúa í fjöldahjálparstöð. Um fimm þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín á La Palma.Getty Images „Vinir okkar hafa líka verið með eignir í hættu. Þau eru að reyna að komast til að vökva akurinn,“ segir Hafsteinn. Vegurinn hafi verið lokaður í gær vegna gashættu. Þá sé öskufall töluvert líka. „Nú er bara að bíða eftir að þetta klárist, og vona það besta.“ Sjónvarpstökur eftir tvær vikur Hafsteinn segir sérfræðinga ytra reikna með því að gosið vari í sex til átta vikur. Þau eiga sjálf flugmiða utan 5. október og þá ætli Lóa Pind Aldísardóttir sjónvarpskona að hitta á þau. Lóa hefur verið á faraldsfæti undanfarin misseri að taka hús á Íslendingum búsettum erlendis. Afraksturinn hefur verið sýndur í þáttunum Hvar er best að búa á Stöð 2. „Hraunið hreyfir sig hægt. Félagar okkar eru að fara að þessu og í beinni útsendingu. Það er dramatískt að sjá þetta en fólk virðist rólegra yfir þessu því nær sem það er gosinu,“ segir Hafsteinn. Lava from inside a home, La Palma, Canary Islands. pic.twitter.com/yXEzTHwyNe— Joaquim Campa (@JoaquimCampa) September 19, 2021 „Maður sér myndbönd af slökkviliðsfólki inni í húsi sem þegar eru komin undir hraun. Það er súrrealískt að sjá þetta.“ Hann lætur vel af lífinu á La Palma og þau hjónin eiga allt eins von á því að flytja þangað aftur, þegar verkefni þeirra hér á landi verður lokið. Hafsteinn lýsir því að þau hafi lagt allt sitt í að byggja upp ræktun á La Palma undanfarin tvö ár.Úr einkasafni „Eyjunni er mikið ruglað saman við Las Palmas, sem hefur sína kosti og galla. Það eru engar strandir þarna eða þannig. Þetta gengur út á að rækta vínber, avókadó og svo er mikil bananarækt,“ segir Hafsteinn. Áfall á áfall ofan Íbúar á eyjunni séu því miður orðnir öllu vanir eftir erfiða undanfarna mánuði. „Þeir eru nýbúnir að lenda í skógareldum, það kviknaði í þorpi í grennd við þar sem gosið er nú. Svo kom hitabeltisstormur frá Sahara og þá glötuðust mörg laufblöð þótt ræturnar lifi af. Þetta gerðist fyrir nokkrum vikum. 85 prósent af öllu avókadó fór forgörðum rétt fyrir uppskeru. Svo kemur eldgos. Það er mikið á fólk lagt.“ Brunarústir í Los Llanos á La Palma í ágúst eftir þriggja daga skógareld. Eldurinn eyðilagði hús, bíla og setti uppskeru í uppnám.EPA/MIGUEL CALERO Hann lýsir stemmningunni á eyjunni sem suður-amerískri. Þar séu gamlir bílar og fólk taki lífinu með ró. „Svo ég er viss um að það standa allir saman,“ segir Hafsteinn. Það verði þó skrýtið að koma til baka eftir nokkra mánuði á Íslandi og sjá breytingarnar. „Eyjan á átta milljóna ára sögu af litlum eldgosum. Húsið okkar er byggt með molum úr eldgosum.“ Sveinn Guðmarsson, upplýsingafulltrúi í utanríkisráðuneytinu, segir engin verkefni tengd gosinu á La Palma hafa komið á borð borgaraþjónustu ráðuneytisins.
Íslendingar erlendis Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19 Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40 Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Hraunstraumurinn gleypir fjölmörg hús á La Palma Yfirvöld á Kanaríeyjum segja að um fimm þúsund manns, þar af fimm hundruð ferðamenn, þurft að flýja heimili sín og dvalarstaði vegna eldgossins á La Palma. Talið er að um eitt hundrað hús hafi þegar eyðilagst í eldgosinu. 20. september 2021 10:19
Eldgos hafið á La Palma Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. 19. september 2021 14:40
Segir fólk á La Palma frekar fara að gosinu en frá því Þórarinn Einarsson, Íslendingur sem búsettur er á La Palma, segir að íbúar eyjarinnar séu almennt frekar rólegir yfir eldgosinu sem nú er í fjallinu Rajada á eyjunni. 19. september 2021 19:27