Hótelstjórinn í Rúanda sakfelldur fyrir hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2021 12:21 Rusesabagina í réttarsal í febrúar. Hann telur að rekja megi ákæruna á hendur sér til gagnrýni sinnar á Kagame forseta Rúanda. AP/Muhizi Olivier Dómstóll í Rúanda sakfelldi Paul Rusesabagina fyrir hryðjuverk í dag. Rusesabagina var hylltur sem hetja þegar hann bjargaði á annað þúsund manns frá þjóðarmorði í landinu árið 1994. Hann heldur fram sakleysi sínu og telur sakirnar eiga sér pólitískar rætur. Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina. Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Rusesabagina var fundinn sekur um að hafa stofnað ólögleg vopnuð samtök, aðild að hryðjuverkasamtökum og fjármögnun hryðjuverkasamtaka. AP-fréttastofan segir að enn eigi eftir að kveða upp dóm vegna ákæra um morð, mannrán og vopnað rán. Rusesabagina var ekki viðstaddur dómsuppkvaðninguna í mótmælaskyni en hann heldur því fram að hann fái ekki sanngjörn réttarhöld. Ákærurnar tengjast árásum vopnaðs arms stjórnmálaflokksins Rúandísk hreyfing um lýðræðislegar breytingar í sunnanverðu Rúanda 2018 og 2018. Níu manns féllu í árásunum og lýsti hópurinn ábyrgð á hluta þeirra. Tuttugu aðrir eru ákærðir í málinu með Rusesabagina. Fjölskylda Rusesabagina heldur því fram að rúandísk stjórnvöld hafi rænt honum frá Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í fyrra. Þar var hann gabbaður upp í flugvél sem flutti hann til Rúanda þar sem hann var tekinn höndum. Sjálfur heldur Rusesabagina því fram að hann hafi verið handtekinn vegna gagnrýni sinnar á Paul Kagame, forseta Rúanda. Rusesabagina hefur meðal annars sakað Kagame forseta um mannréttindabrot. Rusesabagina, sem er belgískur ríkisborgari og með landvistarleyfi í Bandaríkjunum, veitti fleiri en þúsund Tútsí- og Hútúmönnum skjól á hóteli sem hann stýrði á meðan á þjóðarmorði í Rúanda stóð fyrir tæpum þrjátíu árum. Hútúar eru taldir hafa drepið fleiri en 800.000 Tútsa og öðrum Hútúum sem reyndu að halda hlífiskildi yfir þeim. Saga Rusesabagina varð innblásturinn að Hollywood-kvikmyndinni „Hótel Rúanda“. George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseti, veitti Rusesabagina frelsisorðu fyrir hetjudáðina.
Rúanda Belgía Tengdar fréttir Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16 Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu Sjá meira
Hótel Rúanda hetjan sökuð um hryðjuverk Paul Rusesabagina er sagður hafa bjargað rúmlega tólf hundruð manns sem hann skýldi á hóteli sínu í þjóðarmorðinu í Rúanda 1994. Hann var hylltur sem hetja, naut heimsfrægðar þegar kvikmyndin Hotel Rwanda með Don Cheadle kom út árið 2004 og fékk frelsisorðu forseta Bandaríkjanna árið 2005. 24. febrúar 2021 06:16
Segir hetjunni úr Hótel Rúanda ekki hafa verið rænt Paul Kagame, forseti Rúanda, segir að maðurinn sem var fyrirmynd Hollywood myndar um þjóðarmorðið í Rúanda árið 1994 hafa snúið aftur til heimalands síns af sjálfsdáðum þar sem hann var handtekinn og ákærður fyrir morð og hryðjuverk. 6. september 2020 22:48