Bóluefni Pfizer virki fyrir fimm til ellefu ára börn Árni Sæberg skrifar 20. september 2021 21:35 Pfizer segir bóluefni fyrirtækisins veita börnum á aldrinum fimm til tólf ára góða vörn. Getty/Jakub Porzycki/NurPhoto Lyfjaframleiðandinn Pfizer tilkynnti í dag að rannsóknir fyrirtækisins hafi sýnt fram á að bóluefni þess veiti börnum á aldrinum fimm til ellefu ára vörn gegn kórónuveirunni. Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Pfizer muni sækja um markaðsleyfi fyrir aldurshópinn hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna innan skamms. Fyrirtækið muni síðan sækja um leyfi hjá evrópskum yfirvöldum. Þá segir einnig að fyrirtækið hafi í rannsókninni gefið börnum einungis einn þriðja af þeim skammti bóluefnis sem tólf ára og eldri fá. Samt sem áður veiti bólusetningin sama mótefnasvar í börnum og þeim sem fái fullan skammt. Börnin fá vægari aukaverkanir AP hefur eftir Bill Gruber, yfirmanni hjá Pfizer, að barnaskammturinn sé öruggur og að börnin upplifi vægari aukaverkanir en fullorðnir. Margir foreldrar í Bandaríkjunum hafi beðið bólusetninga barna þar sem Delta-afbrigði kórónuveirunnar og upphaf skólaársins hafi valdið mikilli aukningu í fjölda smitaðra barna undir tólf ára aldri í Bandaríkjunum. Kúba bólusetur börn allt niður í tveggja ára Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára, þar á meðal Ísland. Hins vegar hófu heilbrigðisyfirvöld á Kúbu að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu í síðustu viku. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. 23. ágúst 2021 06:30 Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. 23. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Í frétt AP fréttaveitunnar segir að Pfizer muni sækja um markaðsleyfi fyrir aldurshópinn hjá matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna innan skamms. Fyrirtækið muni síðan sækja um leyfi hjá evrópskum yfirvöldum. Þá segir einnig að fyrirtækið hafi í rannsókninni gefið börnum einungis einn þriðja af þeim skammti bóluefnis sem tólf ára og eldri fá. Samt sem áður veiti bólusetningin sama mótefnasvar í börnum og þeim sem fái fullan skammt. Börnin fá vægari aukaverkanir AP hefur eftir Bill Gruber, yfirmanni hjá Pfizer, að barnaskammturinn sé öruggur og að börnin upplifi vægari aukaverkanir en fullorðnir. Margir foreldrar í Bandaríkjunum hafi beðið bólusetninga barna þar sem Delta-afbrigði kórónuveirunnar og upphaf skólaársins hafi valdið mikilli aukningu í fjölda smitaðra barna undir tólf ára aldri í Bandaríkjunum. Kúba bólusetur börn allt niður í tveggja ára Flest ríki heims hafa hingað til ekki hafið bólusetningar barna undir tólf ára, þar á meðal Ísland. Hins vegar hófu heilbrigðisyfirvöld á Kúbu að bólusetja börn allt niður í tveggja ára gömul með bóluefni sem þróað var í landinu í síðustu viku. Þá hafa kínversk yfirvöld veitt tveimur þarlendum bóluefnaframleiðendum leyfi til bólusetningar þriggja ára barna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. 23. ágúst 2021 06:30 Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. 23. ágúst 2021 15:26 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Sjá meira
Bólusetningar barna hefjast í Laugardalshöll Bólusetningar barna á aldrinum 12 til 15 ára hefjast í Laugardalshöll í dag en áætlað er að um 10 þúsund börn á höfuðborgarsvæðinu verði bólusett þar í dag og á morgun. 23. ágúst 2021 06:30
Um tveir þriðju boðaðra barna mættu í bólusetningu Um fjögur þúsund börn úr tveimur árgöngum mættu til bólusetningar í Laugardalshöll í dag. Tveir árgangar voru bólusettir, börn fædd 2006 og 2007, og var nokkuð jafnræði milli árganga ef litið er til mætingar. Þetta er fyrsti dagurinn þar sem börn undir sextán ára aldri eru bólusett við Covid-19 á höfuðborgarsvæðinu. 23. ágúst 2021 15:26