Fjölskyldan afskrifar vonir um að hollenski sjómaðurinn finnist Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. september 2021 15:36 Ekkert hefur spurst til skútunnar Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands í ágúst. LHG Fjölskylda hollenska karlmannsins sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn telur ólíklegt að hægt verði að upplýsa um afdrif hans. Allri leit að manninum hefur verið hætt. Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“ Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Greint var frá því íslenskum fjölmiðlum að Landhelgisgæslan og danski heraflinn hafi undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingnum. Leitinni var hætt fyrr í mánuðinum. Fjallað hefur verið um manninn í hollenskum fjölmiðlum í dag þar sem kemur fram að nafn mannsins sé Eugène Eggermont, 63 ára karlmaður frá Haarlem í Hollandi. Eggermont ætlaði sér að sigla frá Vestmannaeyjum að syðsta hluta Grænlands á tréskútunni Laurel. Segir í frétt NOS í Hollandi að hann hafi ætlað sér að hafa samband við fjölskyldu sína við komuna til Grænlands, sem áætluð var 22. ágúst. Eftir að ekkert hafði spurst til hans í viku hafði fjölskylda hans samband við hollensku strandgæslunni, sem hafði samband við Landhelgisgæsluna og hófst þá leit að skútunni, auk þess sem að biðlað var til sjófarenda á svæðinu að svipast um eftir skútunni. Var með sendi sem hægt var að virkja en var ekki virkjaður Takmarkaður fjarskiptabúnaður var um borð í skútunni og enginn ferilvöktunarbúnaður. Því hefur það reynst íslenskum og dönskum yfirvöldum ómögulegt að ná sambandi við manninn um borð. Í frétt NOS segir þó að Eggermont hafi verið með sendi sem hægt hafi verið að virkja í neyðartilfellum, en hann hafi þó ekki verið virkjaður. Í frétt NOS segir einnig að Eggermont hafi verið reynslumikill sæfari og mikill ævintýramaður að sögn fjölskyldunnar. Hann hafi siglt mikið við Ísland, Færeyjar, Noreg og Hjaltlandseyjar undanfarin ár. Telur fjölskyldan ólíklegt að Eggermont finnist á lífi en í frétt NOS er haft eftir talsmanni hennar að „allar líkur séu á því að aldrei verði hægt að upplýsa hvað hafi komið fyrir Eugène“
Vestmannaeyjar Grænland Holland Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13 Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Hætta leit að Hollendingnum sem sigldi frá Heimaey Ákveðið hefur verið að hætta leit að hollenskum karlmanni sem sigldi frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands þann 8. ágúst síðastliðinn. Ekkert hefur spurst til mannsins frá því hann lét úr vör. 17. september 2021 11:13
Skútu leitað sem hélt frá Eyjum fyrir um mánuði Alþjóðleg leit stendur nú yfir að hollensku skútunni Laurel sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til Grænlands fyrir um mánuði. Einn maður er um borð í skútunni. 7. september 2021 14:50