Flúðu eiturgas frá eldgosinu Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2021 15:27 Eldgosið á La Palma hefur verið tiltölulega hvikult síðustu daga. EPA/Angel Medina Ekkert lát virðist á eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum þó hægt hafi á virkni í nokkra klukkutíma í gær. Um helgina barst mikið magn ösku frá eldgosinu svo loka þurfti flugvelli eyjunnar. Í gær dró einnig úr öskumyndun og sprengingum í eldgosinu en þar hefur sömuleiðis bætt í aftur. Eldgosið hefur valdið miklum usla. Kvika hefur runnið yfir fjölda bygginga á leið sinni til sjávar og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan eldgosið hóst þann 19. september. Ráðamenn á Spáni hafa heitið íbúum á La Palma fjárhagslegum stuðningi vegna eldgossins, samkvæmt frétt Reuters. Það hefur bæði valdið miklu tjóni og komið niður á ferðaþjónustunni á eyjunni. Þessi fjárhagslegi stuðningur snýst að miklu leyti um að kaupa hús og húsgögn fyrir fólk sem hefur tapað heimilum sínum. Nærri því sex hundruð hús hafa eyðilagst í eldgosinu. Héraðsmiðillinn Diario de Avisos segir slökkviliðsmenn hafa þurft að flýja undan eldgosinu í dag vegna eitursmökks sem barst frá því. Þeir hafi unnið að því að bjarga verðmætum en hafi þurft frá að hverfa. Gasið er sagt hafa myndast þegar kvikan rann yfir bananaekru þar sem töluvert var af ammoníaki og bór þríklóríð. Við það myndaðist eiturgasið og óttast sérfræðingar að sambærilegt eiturgas gæti myndast aftur. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá eldfjallinu á La Palma. Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. 25. september 2021 16:56 Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 24. september 2021 19:55 Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Eldgosið hefur valdið miklum usla. Kvika hefur runnið yfir fjölda bygginga á leið sinni til sjávar og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín síðan eldgosið hóst þann 19. september. Ráðamenn á Spáni hafa heitið íbúum á La Palma fjárhagslegum stuðningi vegna eldgossins, samkvæmt frétt Reuters. Það hefur bæði valdið miklu tjóni og komið niður á ferðaþjónustunni á eyjunni. Þessi fjárhagslegi stuðningur snýst að miklu leyti um að kaupa hús og húsgögn fyrir fólk sem hefur tapað heimilum sínum. Nærri því sex hundruð hús hafa eyðilagst í eldgosinu. Héraðsmiðillinn Diario de Avisos segir slökkviliðsmenn hafa þurft að flýja undan eldgosinu í dag vegna eitursmökks sem barst frá því. Þeir hafi unnið að því að bjarga verðmætum en hafi þurft frá að hverfa. Gasið er sagt hafa myndast þegar kvikan rann yfir bananaekru þar sem töluvert var af ammoníaki og bór þríklóríð. Við það myndaðist eiturgasið og óttast sérfræðingar að sambærilegt eiturgas gæti myndast aftur. Hér að neðan má sjá beina útsendingu frá eldfjallinu á La Palma.
Eldgos og jarðhræringar Spánn Kanaríeyjar Eldgos á La Palma Tengdar fréttir Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. 25. september 2021 16:56 Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 24. september 2021 19:55 Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Sjá meira
Flugvellinum á La Palma lokað vegna ösku Flugvellinum á La Palma hefur verið lokað vegna eldgossins á eyjunni. Mikil læti hafa verið í eldgosinu sem hófst á sunnudaginn og þykk öskuský leiddu til þess að flugvellinum var lokað. 25. september 2021 16:56
Slökkviliðsmenn á La Palma hörfa vegna aukins krafts í gosinu Slökkviliðsmenn á Kanaríeyjunni La Palma, þar sem eldgos hófst á sunnudag, hafa þurft að hörfa vegna aukins krafts í eldfjallinu. Mennirnir höfðu verið að sinna verkum til að fyrirbyggja eignartjón í hverfinu Todoque. 24. september 2021 19:55
Glóandi hraunið á La Palma sást úr geimnum Appelsínugulur bjarmi hraunstrókanna frá eldgosinu á Kanaríeyjunni La Palma sást greinilega út um glugga Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á braut um jörðu í nótt. Franskur geimfari um borð náði mynd af sjónarspilinu. 22. september 2021 10:21