Vínlandskortið reyndist falsað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 15:50 Kortið á að hafa verið teiknað árið xxxx en hefur verið mjög umdeilt frá því það var opinberað. Getty/VCG Wilson Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins. Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi. Kanada Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi.
Kanada Bandaríkin Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira