Vínlandskortið reyndist falsað Samúel Karl Ólason skrifar 1. október 2021 15:50 Kortið á að hafa verið teiknað árið xxxx en hefur verið mjög umdeilt frá því það var opinberað. Getty/VCG Wilson Allt frá því það var opinberað í Yale háskólanum í Bandaríkjunum árið 1965 hefur vínlandskortið svokallaða verið umdeilt. Kortið átti að vera frá 1440 og sýna meðal annars hluta Norður-Ameríku og það að víkingar hefðu kannað vesturhluta Atlantshafsins. Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi. Kanada Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Kristófer Kólumbus sigldi til Ameríku árið 1492. Mörgum þótti kortið ótrúverðugt og hafa margar tilraunir verið gerðar sem varpað hafa rýrð á trúverðugleika þess. Fræðimenn hafa um árabil verið meira og minna sannfærðir um að kortið sé falsað. Nú hefur það verið staðfest fyrir fullt og allt. Forsvarsmenn Yale bundu enda á rúmlega hálfs áratuga deilur fyrr í mánuðinum en yfirlýsingin hefur ekki ratað í fréttir erlendis fyrr en nú nýverið. Í yfirlýsingu frá Yale segir að ný greining sanni fyrir fullt og allt að kortið sé falsað. Það hafi verið sannað með því að nota nýjustu tækni til að greina kortið og nánar tiltekið blekið sem notað var til að teikna það. Sú greining leiddi í ljós að blekið var fyrst framleitt á þriðja áratug síðustu aldar. „Vínlandskortið er falsað,“ er haft eftir Raymon Clemens, sem stýrir bókasafni Yale þar sem kortið hefur verið hýst. „Það er enginn vafi hér. Þessi nýja greining ætti að ljúka málinu.“ Greining Yale hefur einnig leitt í ljós að fölsun kortsins var vísvitandi. Einhver hafi markvisst ætlað sér að reyna að gabba fólk til að halda að kortið væri raunverulegt. Sérstaklega með því að reyna að láta líta út fyrir að kortið hefði verið teiknað á sama tíma og ritið Speculum Historiale var ritað á kálfaskinn. New York Times segir að vísindamenn Yale ætli sér að skrifa grein þar sem þeir fara yfir rannsókn þeirra og niðurstöðurnar. Sögu kortsins má rekja allt til ársins 1957 þegar Laurence Witten, safnari í New Haven Conneticut keypti kortið af ónafngreindum aðila í Evrópu. Hann seldi það svo til Paul Mellon sem gaf það til Yale. Háskólinn opinberaði svo kortið árið 1965, eins og áður hefur komið fram. Það var árið 1960 sem ummerki um byggð víkinga fundust í L‘Anse aux Meadows á Nýfundalandi.
Kanada Bandaríkin Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira