Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2021 21:10 Ferdinand Marcos yngri með móður sinni Imeldu Marcos, fyrrverandi forsetafrú, árið 2019. Fjölskyldan var lengi vel í útlegð eftir að Marcos eldri var steypt af stóli en hún er sökuð um að hafa komist undan með óheyrileg auðæfi sem hún hafði af filippseysku þjóðinni. Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum. Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Marcos eldri var einræðisherra á Filippseyjum í tuttugu ár en honum var steypt af stóli árið 1986. Stjórnartíð hans einkenndist af aftökum utan dóms og laga og pyntingum á stjórnarandstæðingum. Þrátt fyrir það nýtur Marcos-fjölskyldan enn stuðnings sums staðar á Filippseyjum og er Marcos yngri, sem er almennt þekktur undir gælunafninu Bongbong, sérstaklega vinsæll á meðal ungs fólks, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann tilkynnti um framboð sitt á Facebook-síðu sinni í dag. Lofaði hann því að verða sameiningarafl fyrir þjóðina yrði hann kjörinn. Gagnrýnendur Marcos yngri saka hann um að hvítþvo ímynd föður síns og stjórnar hans með því að leggja áherslu á efnahagsuppsveiflu en gera lítið úr mannréttindabrotum sem áttu sér stað. Sjálfur segist Marcos yngri hafa verið of ungur á þeim tíma til að hann geti verið talinn meðsekur í glæpum föður síns. Engu að síður var hann ríkisstjóri í heimahéraði Marcos-fjölskyldunnar frá 1983 til 1986 þegar hann var á þrítugsaldri. Hann er nú 64 ára gamall. Duterte forseti hefur verið hallur undir Marcos-fjölskylduna. Heimilað hann að líkamsleifar Marcos eldri yrðu grafnar með viðhöfn á Filippseyjum árið 2016 og hefur ýjað að því að hætta ætti leit að gríðarlegum auðæfum sem fjölskylda hans stal. Sumir sjá fyrir sér bandalag Marcos yngri og Söru Duterte, dóttur sitjandi forseta, en hún er borgarstjóri í Davao. Mótframbjóðendur Marcos yngri verða meðal annars Manny Pacquiao, fyrrverandi heimsmeistari í hnefaleikum, og Francisco Domagoso, borgarstjóri höfuðborgarinnar Manila. Orðrómar hafa lengi verið á kreiki um að Sara Duterte gæti hugsað sér að taka við af föður sínum.
Filippseyjar Tengdar fréttir Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15 Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31 Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Duterte segist aftur ætla að setjast í helgan stein Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, tilkynnti í dag að myndi hætta afskiptum sínum af stjórnmálum þegar núverandi kjörtímabili hans lýkur. Hann hafði áður þegið tilnefningu um að vera varaforsetaefni flokks síns í forsetakosningum í maí næstkomandi. 2. október 2021 21:15
Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta Hnefaleikakappinn Manny Pacquiao ætlar að bjóða sig fram til forseta á næsta ári í heimalandi sínu, Filippseyjum. 19. september 2021 14:31
Flestir vilja dóttur Duterte sem næsta forseta Dóttir Rodrigo Duterte, forseta Filippseyja, er sú sem flestir landsmenn vilja að taki við af honum samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar í aðdraganda forsetakosninga á næsta ári. Hún heldur því þó fram að hún hafi engan áhuga á að bjóða sig fram. 23. apríl 2021 12:19
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent