Bandaríkin aðstoði Afgani en viðurkenni ekki yfirráð Talibana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 23:45 Sumir Afganir hafa brugðið á það ráð að selja persónulegar eigur sínar til þess að eiga fyrir mat, eða til þess að komast burt frá Afganistan. Marcus Yam/Los Angeles Times Talibanar, sem nú fara með stjórn í Afganistan, segja að fulltrúar bandarískra stjórnvalda hafi samþykkt að veita Afgönum mannúðaraðstoð, að loknum fyrstu viðræðum aðilanna frá því Talibanar tóku völd í landinu í ágúst. AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira