Bandaríkin aðstoði Afgani en viðurkenni ekki yfirráð Talibana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. október 2021 23:45 Sumir Afganir hafa brugðið á það ráð að selja persónulegar eigur sínar til þess að eiga fyrir mat, eða til þess að komast burt frá Afganistan. Marcus Yam/Los Angeles Times Talibanar, sem nú fara með stjórn í Afganistan, segja að fulltrúar bandarískra stjórnvalda hafi samþykkt að veita Afgönum mannúðaraðstoð, að loknum fyrstu viðræðum aðilanna frá því Talibanar tóku völd í landinu í ágúst. AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að fulltrúar Talibana hafi fullyrt þetta að loknum viðræðunum, sem fram fóru í Doha, höfuðborg Katar, nú um helgina. Bandaríkin neiti hins vegar að viðurkenna stjórn Talibana í landinu. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar hafi þá ekki viljað tjá sig um viðræðurnar strax að þeim loknum. Fulltrúar Talibana segja viðræðurnar hafa gengið vel og að Bandaríkjastjórn hafi samþykkt að veita Afgönum fjárhagslegan stuðning, en efnahagsástandið í landinu er ekki gott. Þannig hafa margir Afganir brugðið á það ráð að selja eigur sínar til að eiga fyrir mat, eða til að komast burt frá Afganistan. Fyrir fram höfðu bandarísk stjórnvöld gert það ljóst að þótt gengið yrði til viðræðna við Talibana fæli það ekki í sér viðurkenningu á rétti þeirra til að stjórna í Afganistan. Berjast ekki við hlið Bandaríkjamanna AP hefur eftir Suhail Shaheen, talsmanni Talibana, að bandarísk stjórnvöld hafi verið fullvissuð um að Talibanar myndu ekki leyfa öfgahópum að hreiðra um sig í landinu og gera árásir á önnur ríki. Þrátt fyrir það höfnuðu Talibanar því um helgina að vinna með Bandaríkjunum í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS, en samtökin hafa sótt í sig veðrið í Afganistan eftir fráhvarf Bandaríkjahers þaðan í ágúst. ISIS hafa að undanförnu lýst yfir ábyrgð á fjölda árása í landinu, meðal annars sjálfsvígsprengjuárás á mosku í borginni Kunduz, þar sem 46 týndu lífi og tugir særðust.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira