„Ég vil horfa á þennan hnött og meta fegurð hans“ Samúel Karl Ólason skrifar 12. október 2021 15:49 Áhöfn SN-19 sem ætlar út í geim á morgun. Blue Origin Leikarinn William Shatner fer út í geim á morgun. Það mun hann gera með þremur öðrum geimförum um borð í geimfarinu NS-18. Hinum níræða Shatner og geimförunum verður svo skotið á loft af starfsmönnum Blue Origins. Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi. Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Auk Shatnes eru þau Audry Powers frá Blue Origin, Glen de Vries og Chris Boshuizen í áhöfn NS-18. Shatner er hvað þekktastur fyrir leika James Kirk í Star Trek. Sjá einnig: Kafteinn Kirk á leiðinni út í geim Blue Origin birti í dag myndband þar sem Shatner talaði um hve spenntur hann væri fyrir geimskotinu. Þar segir Shatner að allt ferlið hafi þegar breytt lífi hans og það sé frábært að fá að taka þátt í upphafi væntanlegrar fjölgunar geimferða. Þá segist Shatner vilja sjá fegurð jarðarinnar úr geimnum. We are just at the beginning, but how miraculous the beginning is. @WilliamShatner is ready to go to space. #NS18 pic.twitter.com/u3MnOAbWtW— Blue Origin (@blueorigin) October 12, 2021 Blue Origin er í eigu Jeff Bezos en hann fór sjálfur út í geim með geimfari fyrirtækisins fyrr árinu. Blue Origin ætlar meðal annars að selja auðugum ferðamönnum ferðir út í geim. Geimferðirnar sjálfar taka um það bil tíu mínútur en geimförum Blue Origin er skotið í rúmlega hundrað kílómetra hæð, sem markar Kármán-línuna svokölluðu sem táknar enda gufuhvolfsins og byrjun geimsins. Sjá einnig: Geimskot Bezos og félaga heppnaðist fullkomlega Alþjóðlega geimstöðin er í um fjögur hundruð kílómetra hæð. SpacX skaut í síðasta mánuði fjórum ferðalöngum í rúmlega fimm hundruð kílómetra hæð og voru þau á braut um jörðu í þrjá daga. Sjá einnig: Vildi sýna að venjulegt fólk gæti farið út í geim Áætlað er að skjóta geimfarinu á loft um klukkan hálf níu að morgni að staðartíma í Texas. Það samsvarar um klukkan hálft tvö hér á landi. Hægt verður að fylgjast með geimskotinu á Youtube og hér á Vísi.
Geimurinn Bandaríkin Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira