Sementsverksmiðja nýjasta fórnarlamb eldgossins á La Palma Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2021 22:12 Hraun frá Cumbre Vieja eldfjallinu þekur nú 600 hektara. AP/Daniel Roca Enn þurfa margir íbúar á eyjunni La Palma að yfirgefa heimili sínu vegna eldgossins í Cumbre Vieja eldfjallinu. Ekkert lát er á eldgosinu sem hófst þann 19. september síðastliðinn. Sementsverksmiðja á eyjunni er óðum að fara undir hraun. Um sjö hundruð íbúar La Laguna á eyjunni fengu frest til klukkan sex í kvöld til að sækja mikilvægar eigur sínar og gæludýr áður en að þeim var fyrirskipað að yfirgefa húsin vegna hraunstraumsins frá eldfjallinu. „Við fórum að sækja alls konar skjöl og passa ásamt öðru. Allt okkar líf eru í húsinu okkar en við getum ekki sótt þrjátíu ár á fimm mínútum,“ sagði húseigandi að nafni Enrique í samtali við Reuters í dag. Er hann einn þeirra sjö hundruð sem þurftu að yfirgefa heimili sín í kvöld. Hraunstraumurinn fer þó tiltölulega hægt fram og því er lítil hætta talin á ferðum fyrir utan það gífurlega eignatjón sem mun verða ef fleiri hús fara undir hraunið. Talið er að um 1.200 húsi hafi farið undir hraun að öllu leiti eða að hluta frá því að eldgosið hófst. Er hraunið talið þekja um sex hundruð hektara. Alls hafa 6.700 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín frá því að gosið hófst. Þrjú þúsund íbúar tveggja þorpa í grennd við eldfjallið gátu þó andað léttar í dag vegna þess að yfirvöld afléttu útgöngubanni þar sem ekki var lengur talin hætta á að hættulegum lofttegundum í grennd við þorpið vegna gossins. Myndir frá eyjunni sem teknar hafa verið síðustu daga sýna meðal annars að hraunið er nú að gleypa í sig sementsverksmiðju á eyjunni. Fylgjast má með beinni útsendingu Reuters frá gosinu hér að neðan. Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3. október 2021 16:12 Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. 1. október 2021 00:12 Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29. september 2021 07:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Um sjö hundruð íbúar La Laguna á eyjunni fengu frest til klukkan sex í kvöld til að sækja mikilvægar eigur sínar og gæludýr áður en að þeim var fyrirskipað að yfirgefa húsin vegna hraunstraumsins frá eldfjallinu. „Við fórum að sækja alls konar skjöl og passa ásamt öðru. Allt okkar líf eru í húsinu okkar en við getum ekki sótt þrjátíu ár á fimm mínútum,“ sagði húseigandi að nafni Enrique í samtali við Reuters í dag. Er hann einn þeirra sjö hundruð sem þurftu að yfirgefa heimili sín í kvöld. Hraunstraumurinn fer þó tiltölulega hægt fram og því er lítil hætta talin á ferðum fyrir utan það gífurlega eignatjón sem mun verða ef fleiri hús fara undir hraunið. Talið er að um 1.200 húsi hafi farið undir hraun að öllu leiti eða að hluta frá því að eldgosið hófst. Er hraunið talið þekja um sex hundruð hektara. Alls hafa 6.700 íbúar þurft að yfirgefa heimili sín frá því að gosið hófst. Þrjú þúsund íbúar tveggja þorpa í grennd við eldfjallið gátu þó andað léttar í dag vegna þess að yfirvöld afléttu útgöngubanni þar sem ekki var lengur talin hætta á að hættulegum lofttegundum í grennd við þorpið vegna gossins. Myndir frá eyjunni sem teknar hafa verið síðustu daga sýna meðal annars að hraunið er nú að gleypa í sig sementsverksmiðju á eyjunni. Fylgjast má með beinni útsendingu Reuters frá gosinu hér að neðan.
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Eldgos á La Palma Spánn Tengdar fréttir Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3. október 2021 16:12 Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. 1. október 2021 00:12 Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29. september 2021 07:55 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Fleiri fréttir Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Sjá meira
Aukinn kraftur í eldgosinu á La Palma Tvær vikur eru frá því eldgosið hófst á La Palma á Kanaríeyjum en aukinn kraftur er í eldgosinu og er útlit fyrir að tvo ný gosop hafi opnast. Þá hefur jarðskjálftum einnig fjölgað. 3. október 2021 16:12
Hrauntanginn á La Palma tvöfaldaðist á einum degi Hrauntanginn undan ströndum La Palma á Kanaríeyjum tvöfaldaðist að stærð í dag og er nú á stærð við 25 fótboltavelli að flatarmáli. 1. október 2021 00:12
Hraunstraumurinn vellur út í sjó Hraun úr eldgosinu á La Palma á Kanaríeyjum hefur nú náð í sjó fram. Óttast er að það geti valdið gasmengun og sprengingum þegar glóandi hraunið kemst í snertingu við kalt Atlantshafið. 29. september 2021 07:55