Skjóta geimfari af stað í tólf ára leiðangur Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2021 00:14 Áætlað er að Lucy nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. NASA Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) munu í dag skjóta geimfarinu Lucy af stað í tólf ára leiðangur. Þetta er í fyrsta sinn sem geimfar er sent til Smástirnabeltisins svokallaða í þeim tilgangi að rannsaka þau og á Lucy að auka þekkingu vísindamanna á uppruna sólkerfisins. Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira
Nafn Lucy er tilvísun í nafnið sem steingervingar fornföður mannkynsins sem varpaði einstakri innsýn í þróun mannsins. Geimfarið á að gera það sama um þróun sólkerfisins, samkvæmt vef NASA. Smástirni þessi svífa um sólkerfið á svæðum sem kallast Lagrange-punktar. Í stuttu máli sagt eru lagrange-punktar svæði þar sem þyngdarkraftar jafnast út milli pláneta. Þessi svæði má finna víða í sólkerfinu sem smástirnabeltið er nærri Júpíter. Hér má sjá hvernig Lucy verður flogið fram og til baka um sólkerfið á næstu tólf árum.NASA Vitað er að smástirnin við Júpíter hafa verið þar mjög lengi og jafnvel frá því sólkerfið varð til. Lucy mun heimsækja og rannsaka sjö af þúsundum smástirna. Áætlað er að geimfarið nái til fyrsta smástirnisins árið 2025. Hér má sjá myndræna útskýringu NASA á Legrange-punktunum og ferðalagi Lucy. Eins og áður segir á Lucy að varpa ljósi á uppruna sólkerfisins en smástirnin sem geimfarið mun rannsaka eru talin vera úr sama efni og mynduðu Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þau séu nokkurs konar tímahylki frá því sólkerfið myndaðist fyrir rúmum fjórum milljörðum ára. Smástirnin eru ekki eins á litinn og útlit fyrir að þau séu úr mismunandi efnum. Það þykir vísbending um að þau hafi mögulega borist annars staðar úr sólkerfinu og orðið föst á sporbraut Júpíters. Lucy mun kortleggja yfirborð þeirra smástirna sem hún heimsækir og greina efnasamsetningu yfirborðs þeirra. Hún mun skoða hvort þar finnist ís, lífræn efni og málmar og áætla massa smástirnanna. Geimfarið verður einnig notað til að kanna hvort smástirnin sjálf séu með hringa eins og Júpíter eða aðra hluti á sporbraut. Áhugasamir morgunhanar munu geta fylgst með geimskotinu í beinni útsendingu hér að neðan. Áætlað er að skjóta Lucy af stað um klukkan hálf níu í fyrramálið frá Flórída. Notast verður við Atlas V 401 eldflaug United Launch Alliance til að koma Lucy af stað.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Sjá meira