Umsóknarfresturinn um embætti forstjóra framlengdur Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2021 12:14 Frá Landspítala við Hringbraut. vísir/vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að framlengja umsóknarfrest um embætti forstjóra Landspítala til 8. nóvember næstkomandi. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að í upphaflegri auglýsingu um embættið hafi verið veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hafi nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið sé í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, það er til 1. mars næstkomandi. Páll Matthíasson tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar eftir að hafa gegnt embættinu í um átta ár. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, voru í hópi þeirra sem höfðu gagnrýnt þann skamma tíma sem gefinn var umsækjendum. Sagði Friðjón í samtali við RÚV að fá opinber störf væru flóknari eða viðameiri en einmitt umrætt embætti. Velti hann því upp hvort ráðuneytið kærði sig ekki um að fá margar umsóknir um stöðuna. Helga Vala taldi frestinn sömuleiðis óeðlilega stuttan. Sagði hún að um stórt og mikilvægt starf væri að ræða. Sagðist hún halda að þeir umsækjendur sem gætu komið til greina vildu skila frá sér vandaðri umsókn og greina frá því sem þau sjá að betur megi fara í rekstri spítalans. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu segir að í upphaflegri auglýsingu um embættið hafi verið veittur tveggja vikna lögbundinn lágmarksfrestur en ráðherra hafi nú ákveðið að veita mögulegum umsækjendum rýmri tíma en áskilið sé í lögum nr. 70/1996. Ráðherra hefur jafnframt lengt setningartíma Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur í embætti forstjóra um tvo mánuði, það er til 1. mars næstkomandi. Páll Matthíasson tilkynnti fyrr í mánuðinum að hann hafi ákveðið að biðjast lausnar eftir að hafa gegnt embættinu í um átta ár. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, voru í hópi þeirra sem höfðu gagnrýnt þann skamma tíma sem gefinn var umsækjendum. Sagði Friðjón í samtali við RÚV að fá opinber störf væru flóknari eða viðameiri en einmitt umrætt embætti. Velti hann því upp hvort ráðuneytið kærði sig ekki um að fá margar umsóknir um stöðuna. Helga Vala taldi frestinn sömuleiðis óeðlilega stuttan. Sagði hún að um stórt og mikilvægt starf væri að ræða. Sagðist hún halda að þeir umsækjendur sem gætu komið til greina vildu skila frá sér vandaðri umsókn og greina frá því sem þau sjá að betur megi fara í rekstri spítalans.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27 Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Páll hættir sem forstjóri Landspítalans Páll Matthíasson mun hætta sem forstjóri Landspítalans þann 11. október. Hann hyggst snúa aftur til starfa sem geðlæknir og telur tímabært að skipta um leiðtoga eftir átta ár í embætti. 5. október 2021 11:27
Efast um að hæfasta forstjórann sé að finna í framkvæmdastjórn Landspítalans Læknir á Landspítalanum segir vera þörf á því að fá hæfasta einstaklinginn með bestu hugmyndirnar í stól forstjóra Landspítalans. Hann efast um að þann einstakling sé að finna í núverandi framkvæmdastjórn Landspítalans. 16. október 2021 17:22