Vilja að Bolsonaro verði ákærður fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 19. október 2021 23:24 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Brasilískir öldungadeildarþingmenn segja að ákæra ætti Jair Bolsonaro, forseta landsins, vegna fjölda dauðsfalla sökum Covid-19. Meðal annars ætti að ákæra hann fyrir morð fyrir að ákvarðanir sem leiddu til aukinnar útbreiðslu Covid í Brasilíu. Ein alvarlegasta ásökunin gegn Bolsonaro snýr að því að hann hafi vísvitandi dregið lappirnar í því að kaupa bóluefni og vegna þessa hafi þúsundir dáið. Hann hafi fyrst fengið tækifæri til að kaupa bóluefni í júlí 2020 en hafi ekki gert það fyrr en í janúar. Meira en 600 þúsund manns eru látnir í Brasilíu vegna Covid-19, svo vitað sé. Í bráðabirgðaskýrslu öldungadeildarinnar, sem fjölmiðlar ytra hafa birt, segir að forsetinn beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn hans. Í frétt Guardian segir að skýrslan gæti komið niður á Bolsonaro en um hálft ár er í næstu þingkosningar í Brasilíu. Þá hafa bandamenn hans og embættismenn verið dregnir af þingmönnum fyrir myndavélar á nefndarfundum og mikil reiði sé í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur af heilbrigðissérfræðingum fyrir að vera mótfallinn sóttvarnaraðgerðum og neita að bera grímu, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur þar að auki hvatt fólk til að notast við lyf eins og malaríulyfið hydroxychloroquine, sem ekki hefur verið sannað að virki gegn Covid. Öldungadeildin hefur ekki samþykkt skýrsluna og henni gæti verið breytt. Bolsonaro sjálfur sagði í dag að hann liti á rannsókn þingsins sem brandara og hefði engar áhyggjur af henni. Forsetinn þarf í raun ekki að hafa áhyggjur því líkur á því að hann verði færður fyrir dómara eru litlar sem engar. Sérstaklega á meðan hann situr í embætti. Jafnvel þó þingið samþykkti að ákæra hann væri lokaákvörðunin í höndum ríkissaksóknara Brasilíu, sem er skipaður af Bolsonaro. Forsetakosningar verða haldnar á næsta ári og enn sem komið er sýna kannanir að Bolsonaro bíður erfið barátta. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans er vitað til þess að minnst 603.855 manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu. Það er næst hæsta talan í heiminum en í Bandaríkjunum hafa 727.907 dáið. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Ein alvarlegasta ásökunin gegn Bolsonaro snýr að því að hann hafi vísvitandi dregið lappirnar í því að kaupa bóluefni og vegna þessa hafi þúsundir dáið. Hann hafi fyrst fengið tækifæri til að kaupa bóluefni í júlí 2020 en hafi ekki gert það fyrr en í janúar. Meira en 600 þúsund manns eru látnir í Brasilíu vegna Covid-19, svo vitað sé. Í bráðabirgðaskýrslu öldungadeildarinnar, sem fjölmiðlar ytra hafa birt, segir að forsetinn beri ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar voru í ríkisstjórn hans. Í frétt Guardian segir að skýrslan gæti komið niður á Bolsonaro en um hálft ár er í næstu þingkosningar í Brasilíu. Þá hafa bandamenn hans og embættismenn verið dregnir af þingmönnum fyrir myndavélar á nefndarfundum og mikil reiði sé í garð ríkisstjórnar Bolsonaro. Bolsonaro hefur ítrekað verið gagnrýndur af heilbrigðissérfræðingum fyrir að vera mótfallinn sóttvarnaraðgerðum og neita að bera grímu, svo eitthvað sé nefnt. Hann hefur þar að auki hvatt fólk til að notast við lyf eins og malaríulyfið hydroxychloroquine, sem ekki hefur verið sannað að virki gegn Covid. Öldungadeildin hefur ekki samþykkt skýrsluna og henni gæti verið breytt. Bolsonaro sjálfur sagði í dag að hann liti á rannsókn þingsins sem brandara og hefði engar áhyggjur af henni. Forsetinn þarf í raun ekki að hafa áhyggjur því líkur á því að hann verði færður fyrir dómara eru litlar sem engar. Sérstaklega á meðan hann situr í embætti. Jafnvel þó þingið samþykkti að ákæra hann væri lokaákvörðunin í höndum ríkissaksóknara Brasilíu, sem er skipaður af Bolsonaro. Forsetakosningar verða haldnar á næsta ári og enn sem komið er sýna kannanir að Bolsonaro bíður erfið barátta. Samkvæmt gagnagrunni Johns Hopkins háskólans er vitað til þess að minnst 603.855 manns hafa dáið vegna Covid-19 í Brasilíu. Það er næst hæsta talan í heiminum en í Bandaríkjunum hafa 727.907 dáið.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30 Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49 Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli gegn Bolsonaro í Brasilíu Tugir þúsunda komu saman í stærstu borgum Brasilíu í gær til að mótmæla yfirvöldum landsins og kalla eftir því að Jair Bolsonaro, forseti landsins, verði vikið úr embætti. 3. október 2021 10:30
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38
Í skurðaðgerð vegna fylgikvilla hnífstungu árið 2018 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, þarf mögulega í neyðarskurðaðgerð vegna stíflu í þörmum. Hann var lagður inn á hersjúkrahús til aðhlynningar í fyrradag eftir að hafa fundið til í maganum og vera með hiksta í meira en tíu daga. 15. júlí 2021 13:49
Ástandið aldrei verið verra í Brasilíu Dauðsföll af völdum Covid-19 heimsfaraldursins eru nú orðin fleiri en 500.000 í Brasilíu. Brasilía er með næst hæstu tíðni dauðsfalla í heiminum vegna faraldursins, á eftir Bandaríkjunum þar sem yfir 600.000 hafa látist. 20. júní 2021 11:08