Mæla með bólusetningu barna niður í fimm ára Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. október 2021 22:45 Ungur bandarískur drengur sést hér bólusettur fyrir kórónuveirunni. Búist er við því að bólusetning barna á aldrinum fimm til ellefu ára geti hafist snemma í næsta mánuði í Bandaríkjunum. Paul Hennessy/SOPA Images/LightRocket via Getty Sérfræðingar bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar (FDA) mæla með því að börn á aldrinum fimm til ellefu ára verði bólusett við kórónuveirunni með bóluefni Pfizer. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að sérfræðingateymi á vegum stofnunarinnar hafi greitt atkvæði með því að mæla með bólusetningu barna í aldurshópnum. Bóluefni Pfizer hafði áður verið samþykkt fyrir fullorðna, og börn niður í allt að tólf ára aldur. Um 28 milljónir barna í Bandaríkjunum eru á aldrinum fimm til ellefu. Endanleg ákvörðun um bólusetningu hópsins liggur þó ekki fyrir, en hún er háð frekara samþykki innan FDA, auk samþykkis sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Búist er við því að slíkt samþykki ætti að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi og að bólusetningar barna í aldurshópnum geti hafist daginn eftir. Börnin fá þriðjungsskammt af bóluefni Sérfræðingateymi FDA byggði ákvörðun sína meðal annars á því að kostir bólusetningar barna niður í fimm ára kæmu til með að vega þyngra en mögulegar aukaverkanir. Börnum í aldurshópnum verður gefið efnið í skammtastærð sem samsvarar þriðjungi af þeim skammti sem fullorðnir fá af bóluefninu. Samkvæmt tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa hátt í 740 þúsund manns dáið úr Covid-19 þar í landi. Þar af eru 160 börn á aldrinum fimm til ellefu ára. Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Þar kemur fram að sérfræðingateymi á vegum stofnunarinnar hafi greitt atkvæði með því að mæla með bólusetningu barna í aldurshópnum. Bóluefni Pfizer hafði áður verið samþykkt fyrir fullorðna, og börn niður í allt að tólf ára aldur. Um 28 milljónir barna í Bandaríkjunum eru á aldrinum fimm til ellefu. Endanleg ákvörðun um bólusetningu hópsins liggur þó ekki fyrir, en hún er háð frekara samþykki innan FDA, auk samþykkis sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Búist er við því að slíkt samþykki ætti að liggja fyrir 2. nóvember næstkomandi og að bólusetningar barna í aldurshópnum geti hafist daginn eftir. Börnin fá þriðjungsskammt af bóluefni Sérfræðingateymi FDA byggði ákvörðun sína meðal annars á því að kostir bólusetningar barna niður í fimm ára kæmu til með að vega þyngra en mögulegar aukaverkanir. Börnum í aldurshópnum verður gefið efnið í skammtastærð sem samsvarar þriðjungi af þeim skammti sem fullorðnir fá af bóluefninu. Samkvæmt tölum hins opinbera í Bandaríkjunum hafa hátt í 740 þúsund manns dáið úr Covid-19 þar í landi. Þar af eru 160 börn á aldrinum fimm til ellefu ára.
Bandaríkin Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Hefja aftur leit að MH370 Erlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Handteknir við að sýsla með þýfi Innlent Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Innlent Fleiri fréttir Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Sjá meira
Ekkert fullbólusett barn smitast hér á landi Ekkert fullbólusett barn á aldrinum tólf til fimmtán ára hefur greinst smitað af Covid-19 hér á landi en þetta kemur fram í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Er það í takt við rannsókir sem gerðar voru með bóluefni Pfizer þar sem vörnin reyndist 100 prósent. 25. október 2021 16:17