Stefna áströlskum stjórnvöldum vegna aðgerðaleysis í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2021 08:42 Verkamenn bisa við nýjan sjóvarnargarð á Boigu-eyju í Torres-sundi. Fleiri en 250 eyjur eru í sundinu sem skilur að Cape York-skaga Ástralíu og suðurströnd Papúa Nýju-Gíneu. Þær eru á meðal fjölda Kyrrahafseyja sem eru í hættu vegna hækkandi sjávarstöðu. Vísir/Getty Frumbyggjar á tveimur afskekktum eyjum hafa stefnt áströlsku ríkisstjórninni fyrir að hafa látið hjá liggja að vernda þá fyrir loftslagsbreytingum sem ógna nú heimkynum þeirra. Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær. Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Íbúar eyjanna Boigu og Saibai í Torres-sundi norðan við Ástralíu standa frammi fyrir hættu á sjávarflóðum og að salt spilli jarðvegi vegna aukinna veðuröfga og hækkandi sjávarstöðu sem má rekja til hnattrænnar hlýnunar. Í stefnu þeirra gegn ástralska ríkinu segir að mikil vissa sé fyrir því að eyjarnar séu viðkvæmar fyrir meiriháttar afleiðingum loftslagsbreytinga jafnvel þó að sjávarstaða hækki aðeins lítillega. Paul Kabai er einn tveggja stefnenda. Hann segir þjóð sína hafa búið á eyjunum í meira en 65.000 ár. Íbúarnir gætu þurft að segja skilið við eyjarnar hafi flóðin og óveðrið áfram, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Ef við verðum loftslagsflóttamenn missum við allt: heimili okkar, menningu okkar, sögur okkar og einkenni,“ segir Kabai. Eyjaskeggjarnir lögðu fram kvörtun til Sameinuðu þjóðanna vegna mannréttindabrota á sambærilegum forsendum fyrir tveimur árum en ekki hefur verið tekin afstaða til hennar. Fyrirmynd stefnunnar er sótt til Hollands þar sem umhverfisverndarhópur fór fyrir málsókn gegn stjórnvöldum. Dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum bæri skylda til að verja hollenska þegna fyrir loftslagsbreytingum. Ástralía er umsvifamikill kolaframleiðandi og hafa stjórnvöld þar lengi dregið lappirnar og jafnvel þrætt fyrir raunveruleika loftlagsbreytingar. Gagnaleki í síðustu viku varpaði meðal annars ljósi á hvernig áströlsk stjórnvöld hafa á bak við tjöldin þrýst á Sameinuðu þjóðirnar um að leggja minni áherslu á að ríki heims dragi úr notkun jarðefnaeldsneytis. Áströlsk stjórnvöld kynntu áform um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 í gær.
Ástralía Loftslagsmál Tengdar fréttir Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54 Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00 Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Gagnaleki varpar ljósi á tvöfeldni ríkja í loftslagsmálum Mikill fjöldi skjala sem lekið var til breska ríkisútvarpsins varpar ljósi á það hvernig ríkari þjóðir heimsins hafa reynt að setja þrýsting á Sameinuðu Þjóðirnar í loftslagsmálum. 21. október 2021 06:54
Losun koltvísýrings að ná fyrri hæðum Losun koltvísýrings fer nú aftur vaxandi í heiminum og samkvæmt nýrri skýrslu hefur hann aukist í 20 ríkustu löndum jarðar miðað við síðasta ár. 14. október 2021 07:00