Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2021 13:01 Hwang Dong-Hyuk segir LeBron James vera svalan en deilir ekki skoðun hans á endinum á Squid Game. getty/Han Myung-Gu/Kevork Djansezian Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira
Eins og svo margir horfði LeBron á Squid Game sem eru vinsælustu þættir í sögu Netflix. LeBron var þó ekki nógu sáttur með endinn á þáttaröðinni eins og hann lýsti fyrir samherja sínum, Anthony Davis. „Já, ég er búinn að horfa, ert þú búinn með þá? Þú horfðir á þá? Ertu búinn með þá alla,“ spurði LeBron James liðsfélaga sinn Anthony Davis og spenningurinn leyndi sér ekki. Davis var þarna mættur í fjölmiðlaherbergið til að halda sinn blaðamannafund. „Já, en ég var ekki hrifinn af endinum samt. Nei, ég veit að þeir voru að fara að byrja með næstu seríu en bara, farðu í andskotans flugið, farðu að hitta dóttur þína. Hvað ertu að gera?“ sagði LeBron. Í viðtali við The Guardian var skapari Squid Game, Hwang Dong-Hyuk, spurður út í ummæli LeBrons. Hann stakk upp á því að körfuboltastjarnan myndi bara gera sitt eigið framhald eins og hann gerði með Space Jam 2. „LeBron er svalur og er frjálst að segja það sem hann vill. Ég er mjög þakklátur fyrir að hann horfði á alla þáttaröðina. En ég myndi ekki breyta endinum. Þetta er minn endir. Ef hann er með annan endi sem hann er sáttari við gæti hann kannski bara gert sitt eigið framhald,“ sagði Hwang. „Ég myndi horfa á það og svo kannski senda honum skilaboð að ég væri sáttur með þáttaröðina, nema endinn.“ Hwang skrifaði handritið að Squid Game fyrir áratug en erfiðlega gekk að fá einhvern til að framleiða þáttaröðina þar til Netflix kom inn í myndina. LeBron lék ekki með Los Angeles Lakers í sigrinum á San Antonio Spurs í nótt vegna meiðsla. Hinn 36 ára LeBron er á sínu nítjánda tímabili í NBA-deildinni. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari og þrisvar sinnum verið valinn besti leikmaður deildarinnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Bíó og sjónvarp Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Tryggvi Snær tók flest fráköst í góðum sigri Uppgjörið og viðtöl: ÍR - Grindavík 98-90 | ÍR sigraði í framlengdri rússibanareið Uppgjörið: Njarðvík - Þór Þ. 106-104 | Heimasigur í hörkuleik Íslenska körfuboltaárið hefur aldrei byrjað fyrr Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Sakar NBA-deildina um að vera á móti Houston Rockets Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Sjá meira