Olíurisar sakaðir um lygar líkt og tóbaksforstjórarnir Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2021 09:17 Allir olíuforstjórarnir kusu að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað. Hér sést Darren Woods, forstjóri Exxon Mobil, á skjá í fundarsalnum. AP/Jacquelyn Martin Forsvarsmenn stærstu olíufyrirtækja Bandaríkjanna neituðu því að fyrirtæki þeirra dreifðu upplýsingafalsi um loftslagsbreytingar þegar þeir báru eiðsvarnir vitni fyrir bandarískri þingnefnd í gær. Þingmenn sökuðu þá um að ljúga líkt og forstjórar tóbaksfyrirtækja lugu um skaðsemi reykinga á sínum tíma. Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina. Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Fundur eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í gær var sögulegar þar sem forstjórar olíufyrirtækja voru í fyrsta skipti látnir sverja eið og svara spurningum um hvaða þátt þeir hefðu átt í að afneita loftslagsvísindum, blekka almenning og tefja fyrir aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Olíufyrirtækin hafa lengi fjármagnað hópa sem amast gegn loftslagsvísindum en einnig hefur komið fram að vísindamenn fyrirtækjanna sjálfra vissu af hættunni sem stafaði af bruna jarðefnaeldsneytis á sama tíma og forsvarsmenn þeirra reyndu að gera lítið úr henni og koma í veg fyrir aðgerðir. Þrátt fyrir það sögðust forstjórar Exxon Mobil, Chevron, BP og Shell í Bandaríkjunum ekki taka þátt í að grafa undan loftslagsvísindum og aðgerðum. Darren Woods, forstjóri Exxon, gekk svo langt að fullyrða að yfirlýsingar fyrirtækisins um loftslagsmál hefðu alltaf verið sannleikanum samkvæmar, byggst á staðreyndum og verið í samræmi við viðtekin loftslagsvísindi. „Þó að skoðanir okkar á loftslagsbreytingum hafi þróast með tímanum þá er það einfaldlega rangt að gefa í skyn að Chevron hafi tekið þátt í að dreifa upplýsingafalsi og blekkja almenning um þessu flóknu mál,“ sagði Michael Wirth, forstjóri Chevron. Þingmenn demókrata, sem eru með meirihluta í nefndinni, gáfu lítið fyrir yfirlýsingar forstjóranna um sakleysi. Þeir hafa um mánaðaskeið reynt að fá afhent gögn um innri samskipti þeirra um loftslagsbreytingar. „Þeir ljúga augljóslega eins og tóbaksforstjórarnir gerðu,“ sagði Carolyn Maloney, formaður nefndarinnar og demókrati frá New York. Reyndu demókratar oft að líkja yfirheyrslunum í gær við fræga nefndarfundi þar sem forstjórar tóbaksframleiðenda komu fyrir bandaríska þingnefnd á 10. áratugnum. Þar héldu þeir því meðal annars fram að þeir tryðu því ekki að nikótín væri ávanabindandi. Vildu ekki lofa að hætta að standa gegn loftslagsaðgerðum Olíuforstjórarnir lögðu áherslu á hversu jarðefnaeldsneyti væri mikilvægt heimsbyggðinni og að það væri alls ekki á útleið, jafnvel þó að þeir viðurkenndu að draga þyrfti úr losun. Af sumum yfirlýsingum þeirra að dæma reyndu þeir þó að forðast að gangast að fullu við því að vara þeirra hefði skaðleg áhrif á loftslag jarðarinnar. Þannig sagði Woods, forstjóri Exxon, að bruni á olíu „gæti“ átt þátt í hnattrænni hlýnun þrátt fyrir að enginn efi sé uppi um losun manna á gróðurhúsalofttegundum sé eina ástæðan fyrir þeirri hnattrænu hlýnun sem nú á sér stað á jörðinni. Enginn olíuforstjóranna vildi heldur lofa nefndarmönnum að þeir myndu draga fyrirtæki sín út úr Bandarísku jarðolíustofnuninni (e. American Petroleum Institute), stærsta þrýstihópi olíufyrirtækjanna. Hún hefur meðal annars lagst gegn því að rafbílar verði niðurgreiddir og gjald lagt á losun metans. Franska olíufyrirtækið Total dró sig út úr hópnum í janúar vegna óánægju með þá stefnu. Þeir vildu heldur ekki skuldbinda sig til þess að leggja ekki lengur fé í að grafa undan loftslagsvísindum eða aðgerðum. Fulltrúar repúblikana í nefndinni, sem viðurkenna ekki loftslagsbreytingar sem raunverulegt vandamál, vörðu sínum spurningum fyrst og fremst í að verja olíuforstjórana, þakka þeim fyrir störf sín og gagnrýna demókrata fyrir að halda vitnaleiðslurnar sem þeir kölluðu pólitískt leikrit. Maloney, formaður nefndarinnar, tilkynnti eftir sex klukkustunda langan fund að hún ætlaði sér að stefna fyrirtækjunum til að afhenda gögnin sem nefndin sækist eftir um hvernig fyrirtækin hafa þyrlað upp ryki um loftslagsbreytingar í gegnum tíðina.
Loftslagsmál Bensín og olía Bandaríkin Tengdar fréttir Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Sjá meira
Olíuforkólfar svara fyrir upplýsingafals um loftslagsbreytingar Æðstu stjórnendur Exxon Mobil og annarra olíurisa koma fyrir bandaríska þingnefnd til að svara spurningum um hvernig olíufyrirtækin gerðu lítið úr viðvörunum um loftslagsbreytingar og dreifðu upplýsingafalsi um áratugaskeið. Forstjóri Exxon neitaði því að fyrirtæki hans hefði dreift falsi um loftslagsmál. 28. október 2021 15:07