Náttúruperla við ströndina sem fáir utan heimamanna vissu af Kristján Már Unnarsson skrifar 31. október 2021 07:57 Frá Rauðanesi við Þistilfjörð. Gönguleið er á steinboganum. KMU „Hér er mikil náttúruperla,“ segir jarðfræðingurinn Steingrímur J. Sigfússon um klettaströndina á Rauðanesi í Þistilfirði, sem lengi vel var nánast eins og vel varðveitt innansveitarleyndarmál, en ferðamenn hafa verið að „uppgötva“ á seinni árum. Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50. Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Í þættinum Um land allt má sjá myndir af þessari mögnuðu strandlengju en hún er skammt frá kirkjustaðnum Svalbarði, um þrjátíu kílómetra vestan Þórshafnar. Þar blasa við óvenju fjölskrúðugar klettamyndanir með gatklettum, vogum og hellum, sem brimið hefur sorfið inn í ströndina. Óvíða á landinu má sjá jafn marga gatkletta og þarnaKMU „Það voru bara heimamenn sem þekktu þessa stórkostlega fallegu strandlengju hérna - fallegar klettamyndanir, gatklettar og skútar,“ segir Steingrímur. „En nú er þetta að komast á kortið og er að verða býsna vinsæl gönguleið enda er hún ákaflega þægileg, örugg og hægt að sjá þetta á tveimur tímum eða svo. Og eru alveg stórkostlega falleg náttúrufyrirbæri hérna. Þetta er með fallegri klettaströndum sem gefur að líta, bara í landinu.“ Ferðamenn skoða fjölskrúðuga klettaströndina.KMU Og núna dregur þessi áður leynda perla að sér æ fleiri ferðamenn, jafnt innlenda sem erlenda. Á heimreiðinni að eyðibýlinu Völlum er búið að gera bílastæði og setja upp upplýsingaskilti við upphaf merktrar gönguleiðar, sem er um sjö kílómetra löng hringleið. Gatklettar, drangar og skútar prýða strandlengjuna.KMU „Ár frá ári er þetta að vaxa. Og er að gerast hér það sama, og hefur gerst víðar, að svona staðir fara að kynna sig sjálfir. Fólk er að senda myndir sem það tekur og segja frá og þessi staður er á bullandi uppleið hvað það snertir; að hér er aukin umferð ár frá ári," segir Steingrímur. Ferðamaður ljósmyndar lunda við gatklett.KMU „Og þetta er svæði sem er í raun og veru mjög aðgengilegt, rétt við þjóðveginn, og hægt að fara hér stuttar ferðir og sýna. Þetta er þurrlent þannig að það þolir alveg umferð og hefur margt að bjóða. Fyrir utan klettana og ströndina sjálfa er hér lundi yst á nesinu og svolítið af bjargfugli. Virkilega flottur staður.“ Og ferðaþjónusta styrkist í sveitinni. Á bænum Holti reka sauðfjárbændurnir Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson gistiheimili sem þau nefna Grástein en þau byrjuðu með tvö sumarhús vorið 2017. Gömlum útihúsum, sem áföst eru íbúðarhúsinu í Holti, var breytt í gistiheimili.Einar Árnason „Það er miklu meiri eftirspurn en við þorðum að vona. Og eins og maður var svartsýnn í byrjun sumars í fyrra og núna þá eru þetta bara að verða toppsumrin hjá okkur,“ segir Hildur. Hér má sjá kafla úr þættinum en hann er endursýndur á Stöð 2 í dag, sunnudag, klukkan 16:50.
Um land allt Svalbarðshreppur Ferðamennska á Íslandi Fuglar Tengdar fréttir Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21 Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02 Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12 Mest lesið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Stærsta þorrablót landsins Lífið Fleiri fréttir Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Sjá meira
Íslenskt forystufé fari á skrá yfir dýr í útrýmingarhættu Ráðamenn forystufjársetursins í Þistilfirði vinna að því að íslenskir forystusauðir verði skilgreindir sem dýrategund í útrýmingarhættu og fari jafnvel á heimsminjaskrá sem menningarminjar. Þeir segja íslenska forystuféð einstakt í heiminum. 25. október 2021 21:21
Jarðfræðingurinn kom upp þegar Steingrímur lýsti æskuslóðunum „Hér hefur mitt heimili staðið alla mína tíð, eða mitt lögheimili. Hér er ég fæddur í húsinu og uppalinn og haft mitt lögheimili hér. Og gert út héðan alla mína þingmannstíð,“ segir Steingrímur J. Sigfússon þar sem hann stendur við gamla íbúðarhúsið á Gunnarsstöðum í Þistilfirði. 20. október 2021 14:02
Eiginmanninum færður kaffisopinn út á túnið Á bænum Holti í Þistilfirði eru þau Hildur Stefánsdóttir og Sigurður Þór Guðmundsson komin á ról fyrir allar aldir, hún að undirbúa morgunverð fyrir ferðamennina en hann að afla heyja fyrir búsmalann en þau reka bæði gistiheimili og sauðfjárbú. 24. október 2021 08:12