Talsmaður Great Western Railway lestafyrirtækisins staðfestir slysið í tilkynningu og segir lestarlínuna vera lokaða á meðan viðbragðaðilar eru að störfum.
Að sögn The Guardian eru um fimmtíu slökkviliðsmenn mættir á vettvang.
Þá segir að lestarstjóri annarar lestarinnar hafi setið fastur í stjórnklefa hennar. Hann sé þó laus og ekki alvarlega slasaður.
Breska umferðarlögreglan mun birta upplýsingar um málið á Twitter-síðu sinni. Í nýjustu færslu hennar segir að þónokkrir séu slasaðir en enginn látinn.
Officers are continuing to respond to the incident at Fisherton Tunnel. A number of people have been injured, but thankfully no one has died.
— British Transport Police (@BTP) October 31, 2021
Updates will continue to be shared here.
Fréttin hefur verið uppfærð.