CP3 sá þriðji gjafmildasti í sögunni Sindri Sverrisson skrifar 3. nóvember 2021 07:30 Chris Paul með eina af sínum frábæru sendingum í sigrinum gegn New Orleans Pelicans í nótt. AP/Ross D. Franklin Chris Paul færði nafn sitt ofar á lista í sögubókum NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt með mögnuðum seinni hálfleik í 112-100 sigri Phoenix Suns á New Orleans Pelicans. Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Eftir frekar slakan fyrri hálfleik endaði CP3, eins og Paul er kallaður, með heilar 18 stoðsendingar í leiknum og 14 stig. „Það er frekar svalt að fá að fylgjast með svona mikilfengleika,“ sagði Monty Williams, þjálfari Phoenix. Þar með er Paul búinn að gefa 10.346 stoðsendingar á ferlinum og kominn upp fyrir þá Mark Jackson og Steve Nash. Aðeins tveir menn hafa gefið fleiri stoðsendingar í sögu deildarinnar og Paul, sem er 36 ára, á ansi langt í land með að ná þeim. Jason Kidd gaf 12.091 stoðsendingu en enginn toppar John Stockton sem gaf 15.806 stoðsendingar á sínum ferli. Paul komst sömuleiðis upp í 45. sæti yfir flest stig í sögu deildarinnar og er með 20.056 stig. Chris Paul tonight:14 points (5-5 in 4Q)7 boards 18 DIMES 20 point @Suns comeback......On a night where @CP3 moved up from 5th to 3rd all-time in assists! pic.twitter.com/n82VmoberH— NBA (@NBA) November 3, 2021 Í Los Angeles unnu heimamenn í Lakers nauman sigur á Houston Rockets, 119-117, í annarri rimmu liðanna í þessari viku. Eftir öruggan sigur Lakers í fyrri leiknum slapp liðið með skrekkinn í nótt þegar Kevin Porter Jr. átti þriggja stiga skot í hringinn þegar lokaflautan gall. 30 for LBJ.27 for AD.27 for Russ.The @Lakers trio combines for 84 points in their home W! pic.twitter.com/3z5UOJ9GZy— NBA (@NBA) November 3, 2021 LeBron James skoraði 14 af 30 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Russell Westbrook og Anthony Davis skoruðu 27 stig hvor í leiknum. Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
Úrslitin í nótt: Detroit 89-117 Milwaukee Dallas 110-125 Miami Utah 119-113 Sacramento Phoenix 112-100 New Orleans LA Lakers 119-117 Houston
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira