Pippen ósáttur við Jordan: „Hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. nóvember 2021 11:01 Scottie Pippen potar í Michael Jordan í ævisögu sinni sem kemur út síðar í þessum mánuði. getty/Raymond Boyd Scottie Pippen er vægast sagt ósáttur með þá mynd sem dregin er upp af honum í heimildaþáttaröðinni The Last Dance sem var sýnd í fyrra og hvernig Michael Jordan er baðaður í dýrðarljóma í henni. Þetta kemur fram í væntanlegri ævisögu Pippens, Unguarded. GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
GQ birti brot úr bókinni í gær þar sem Pippen deilir skoðunum sínum á The Last Dance. Þar er fjallað um tímabilið 1997-98 hjá Chicago Bulls þar sem gullaldarlið Nautanna steig hinn hinsta dans. Pippen er ekki sáttur með þættina og segir þá aðallega snúast um Jordan og í leiðinni gera lítið úr sér og öðrum leikmönnum Chicago. „Framleiðendurnir gáfu Jordan ristjórnarvald yfir þáttunum. Án þess hefðu þeir ekki litið dagsins ljós. Hann var aðalmaðurinn og leikstjórinn. Michael var staðráðinn í að sýna ungu kynslóðinni að hann hafi verið svo magnaður þegar hann spilaði og betri en LeBron James sem margir telja jafnoka hans ef ekki betri,“ segir Pippen í ævisögunni. „Ég var ekkert meira en leikmunur. Hann kallaði mig besta samherja allra tíma. Hann hefði ekki getað sýnt meira yfirlæti ef hann reyndi. Allir þættirnir voru eins: Michael á stalli en samherjarnir fyrir neðan hans. Skilaboðin voru þau sömu og þegar hann kallaði okkur aukaleikarana. Við fengum lítið sem ekkert hrós þegar við unnum en nánast alla gagnrýnina þegar við töpuðum.“ Pippen er einnig ósáttur með að hann og samherjar hans hafi ekkert fengið greitt fyrir aðkomu sína að The Last Dance á meðan Jordan hafi grætt á tá og fingri. „Til að gera þetta enn verra fékk Michael tíu milljónir Bandaríkjadala fyrir þátttöku sína í þáttunum án meðan við samherjar hans fengum ekki krónu, enn ein áminningin um goggunarröðina frá því í gamla daga,“ sagði Pippen. Þeir Jordan léku saman með Chicago á árunum 1987-98 fyrir utan eitt og hálft tímabil þegar Jordan spilaði hafnabolta. Á þessum tíma varð Chicago sex sinnum NBA-meistari auk þess sem Jordan og Pippen voru í sigurliði Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 1992, draumaliðinu svokallaða. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira