Dæmi um að greiðsluhækkanir til ellilífeyrisþega skerðist um 75 prósent Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. nóvember 2021 19:01 Foto: Dæmi um skerðingar Hækkun greiðslna Lífeyrissjóðs verslunarmanna til félagsmanna skerðast um allt að 75 prósent vegna lækkunar bóta Tryggingastofnunar á móti. Þá skerðist eingreiðsla lífeyrissjóðsins til félagsmanna um tugi prósenta. Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur. Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Lífeyrissjóður verslunarmanna tilkynnti í gær að vegna þess hve ávöxtun eigna hafi verið góð undanfarin ár sé hægt að hækka lífeyrisgreiðslur um 10%. Ellilífeyrisþegar fá þó ekki hækkunina beint í vasann og þá skiptir máli frá hverjum og hversu háar greiðslur þeir fá fyrir hækkunina. Þannig skerðist greiðslan hjá ellilífeyrisþega sem er með fimm hundruð þúsund krónur samanlagt frá Tryggingastofnun og Lífeyrissjóði um ríflega 73%. Þannig að í stað þess að fá 50 þúsund krónur fær hann eftir skerðingu aðeins ríflega 13 þúsund krónur. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk,Vísir Greiðslur til einstaklings sem fær ekki lífeyri frá Tryggingastofnun en er aðeins með greiðslur frá lífeyrissjóðum upp á 617 þúsund krónur skerðast hins vegar aðeins um skattprósentuna eða tæplega 38%. Þannig að sá aðili fær ríflega 38 þúsund krónur af 61.700. Ingibjörg Sverrisdóttir formaður Félags eldir borgara segir þetta ótrúlegar skerðingar fyrir fólk, sérstaklega fyrir þá sem eru með lágar greiðslur. „Þeir sem eru með blandaðar tekjur frá lífeyrissjóði og Tryggingastofnun þeir fá skerðingu eins og áður. Sá sem er þannig að fá hækkun frá Lífeyrissjóði Verslunarmanna um 20 þúsund krónur heldur eftir um fimm þúsund krónum á mánuði þegar búið er að reikna alla skatta og skerðingar,“ segir hún. Lífeyrissjóður Verslunarmanna greiddi einnig út eingreiðslu sem var að meðaltali um 76 þúsund krónur á hvern ellilífeyrisþega. Þar kemur líka til skerðingar hjá þeim sem fá greiðslu frá Tryggingastofnun en þeir fá aðeins um 60% upphæðarinnar í vasann. „Þarna kom líka fram heilmiklar skerðingar sem Tryggingastofnun tekur til sín,“ segir hún Hún segir þetta enn og aftur sýna hversu ósanngjarnar skerðingarnar virka. „Við í Gráa hernum erum náttúrulega í málaferlum vegna þessara skerðinga og erum bara að bíða eftir því hvernig það kemur út,“ segir hún. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál.Vísir/Vilhelm Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist reiðubúinn að skoða þessi mál. „Þetta er eitt af því sem við vorum að skoða á síðasta kjörtímabili. Þá er þetta eitt af því sem allir stjórnmálalokkar ávörpuðu fyrir síðustu kosningar. Þannig að ég hef trú á því að við stígum einhver skref verði farin en hver þau verða kemur bara í ljós í þeirri ríkisstjórnarmyndun sem nú er í gangi,“ segir Ásmundur.
Eldri borgarar Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Tengdar fréttir Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36 Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Hækka lífeyrisgreiðslur sjóðsfélaga um tíu prósent Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) hyggst hækka áunnin lífeyrisréttindi í sameignardeild sjóðsins um tíu prósent sem leiðir til samsvarandi hækkunar lífeyrisgreiðslna. Sjóðsfélagar mega einnig eiga von á eingreiðslu sem nemur að meðaltali 76 þúsund króna um áramót. 4. nóvember 2021 09:36