Ung baráttukona skotin til bana í Afganistan Þorgils Jónsson skrifar 6. nóvember 2021 16:54 Frozan Safi fannst látin í fyrradag, en hún hafði verið skotin til bana, mögulega vegna andófsstarfs síns í þágu kvenréttinda í Afganistan. Ung kona sem barist hefur ötullega fyrir réttindum kvenna í Afganistan fannst skotin til bana í borginni Mazar-i-Sharif í fyrradag. Frozan Safi var 29 ára gömul og hagfræðimenntuð og er að sögn The Guardian talin fyrsta konan sem myrt er fyrir réttindabaráttu sína síðan Talibanar komust aftur til valda í landinu síðsumars. Hún hvarf fyrir um tveimur vikum, en ættingjar hennar báru kennsl á hana eftir að Talibanar komu með lík hennar og annarrar óþekktrar konu á sjúkrahús. Talsmaður Talibana í héraðinu sagði að þær hefðu fundist ásamt líkum tveggja karlmanna. Leiddi talsmaðurinn líkum að því að þarna hefði komið upp „persónulegur ágreiningur“, en sagði að lögregla væri með málið til rannsóknar. Terrible news from Mazar-e-Sharif: dead bodies of four women’s rights activists were found in the city. Frozan Safi (in the picture) is one of them. Frozan’s relatives say she along with three others have been disappeared days before. pic.twitter.com/25knYghuNw— Zahra Rahimi (@ZahraSRahimi) November 5, 2021 Systir Frozan, sem er læknir, sagði að hun hafi verið óþekkjanleg vegna skotsára á höfði, bók og fótleggjum, auk þess sem trúlofunarhringur hennar hafi verið horfinn, en fjölskyldan þekkti hana af fötunum sem hún klæddist. Frozan hafði fyrir nokkru fengið nafnlausa ábendingu um að hún þyrfti að safna saman sönnunum um starf sitt í þágu mannréttinda og halda á öruggan stað. Hún taldi sjálf að þýsk yfirvöld væru að meta umsókn hennar um hæli í landinu og hélt af stað. Fjölskylda Frozan vildi ekki gefa mikið út um hver gæti borið ábyrgð á morðinu, enda gæti það haft afleiðingar í för með sér. Eins og kom fram í viðtali Vísis við blaðakonu í Kabúl í síðustu viku, ríkir gríðarlegur ótti innan raða mannréttindafrömuða og fjölmiðlafólks í landinu, vegna ógnarstjórnar Talibana. Fara sögur af því að stjórnarherrarnir leiti logandi ljósi að öllu andófsfólki. Vart líður sá dagur að ekki sé enn þrengt að réttindum kvenna og stúlkna í landinu, en eins og er fá stúlkur ekki að ganga í gagnfræðaskóla, allir ráðherrar í ríkisstjórninni eru karlar og fæstar konur fá að mæta í vinnu eða stunda íþróttir. Á fimmtudag upplýsti Human Rights Watch að reglur Talibana kæmu í veg fyrir að konur gætu sinnt hjálpar- og þróunarstörfum í landinu, sem hraðaði enn yfirvofandi neyðarástandi í landinu. Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. 2. nóvember 2021 11:38 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað. 27. september 2021 07:07 Aftökur og aflimanir hefjast á ný Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum. 24. september 2021 08:49 Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Frozan Safi var 29 ára gömul og hagfræðimenntuð og er að sögn The Guardian talin fyrsta konan sem myrt er fyrir réttindabaráttu sína síðan Talibanar komust aftur til valda í landinu síðsumars. Hún hvarf fyrir um tveimur vikum, en ættingjar hennar báru kennsl á hana eftir að Talibanar komu með lík hennar og annarrar óþekktrar konu á sjúkrahús. Talsmaður Talibana í héraðinu sagði að þær hefðu fundist ásamt líkum tveggja karlmanna. Leiddi talsmaðurinn líkum að því að þarna hefði komið upp „persónulegur ágreiningur“, en sagði að lögregla væri með málið til rannsóknar. Terrible news from Mazar-e-Sharif: dead bodies of four women’s rights activists were found in the city. Frozan Safi (in the picture) is one of them. Frozan’s relatives say she along with three others have been disappeared days before. pic.twitter.com/25knYghuNw— Zahra Rahimi (@ZahraSRahimi) November 5, 2021 Systir Frozan, sem er læknir, sagði að hun hafi verið óþekkjanleg vegna skotsára á höfði, bók og fótleggjum, auk þess sem trúlofunarhringur hennar hafi verið horfinn, en fjölskyldan þekkti hana af fötunum sem hún klæddist. Frozan hafði fyrir nokkru fengið nafnlausa ábendingu um að hún þyrfti að safna saman sönnunum um starf sitt í þágu mannréttinda og halda á öruggan stað. Hún taldi sjálf að þýsk yfirvöld væru að meta umsókn hennar um hæli í landinu og hélt af stað. Fjölskylda Frozan vildi ekki gefa mikið út um hver gæti borið ábyrgð á morðinu, enda gæti það haft afleiðingar í för með sér. Eins og kom fram í viðtali Vísis við blaðakonu í Kabúl í síðustu viku, ríkir gríðarlegur ótti innan raða mannréttindafrömuða og fjölmiðlafólks í landinu, vegna ógnarstjórnar Talibana. Fara sögur af því að stjórnarherrarnir leiti logandi ljósi að öllu andófsfólki. Vart líður sá dagur að ekki sé enn þrengt að réttindum kvenna og stúlkna í landinu, en eins og er fá stúlkur ekki að ganga í gagnfræðaskóla, allir ráðherrar í ríkisstjórninni eru karlar og fæstar konur fá að mæta í vinnu eða stunda íþróttir. Á fimmtudag upplýsti Human Rights Watch að reglur Talibana kæmu í veg fyrir að konur gætu sinnt hjálpar- og þróunarstörfum í landinu, sem hraðaði enn yfirvofandi neyðarástandi í landinu.
Afganistan Mannréttindi Tengdar fréttir Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. 2. nóvember 2021 11:38 Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00 Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað. 27. september 2021 07:07 Aftökur og aflimanir hefjast á ný Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum. 24. september 2021 08:49 Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði. 7. september 2021 14:50 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Mannskæð árás á sjúkrahús í Afganistan Minnst nítján eru látnir og 50 særðir eftir árás á hersjúkrahús í Kabúl í Afganistan í dag. Fregnir bárust í morgun af sprengingum og skothríð við Sardar Daud Khan sjúkrahúsið. Í kjölfar þess hafa fregnir borist af skotbardögum á lóð sjúkrahússins. 2. nóvember 2021 11:38
Talibanar ætli ekki að starfa með Bandaríkjamönnum gegn ISIS Talibanar, sem nú fara með völdin í Afganistan, hafa hafnað hugmyndum um að vinna að því í samstarfi við Bandaríkjamenn að kveða í kútinn öfgasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki, ISIS. Samtökin hafa sótt í sig veðrið í landinu frá því Bandaríkjaher yfirgaf það í ágúst og hafa þau lýst yfir ábyrgð á fjölda mannskæðra árása í landinu að undanförnu. 9. október 2021 20:00
Afganskir karlmenn mega ekki lengur láta skerða skegg sitt Talíbanar í Helmand héraði í Afganistan hafa gefið út skipanir þess efnis að rakarar í héraðinu megi héðan í frá ekki skerða skegg karlmanna. Talíbanar segja slíka iðju vera á skjön við íslömsk lög og að þeim sem brjóta þau lög verði refsað. 27. september 2021 07:07
Aftökur og aflimanir hefjast á ný Fangelsismálaráðherra Afganistan, Nooruddin Turabi, segir að aftökur og aflimanir verði teknar upp á nýtt, nú þegar talíbanar eru aftur við stjórn í landinu. Þær verði þó mögulega ekki framkvæmdar fyrir opnum tjöldum. 24. september 2021 08:49
Skutu að hópi mótmælenda í Kabúl Sveitir Talibana leystu upp mótmæli í höfuðborginni Kabúl í dag og tóku marga blaðamenn höndum. Þetta eru talin fjölmennustu mótmælin sem fram hafa farið eftir að Talibanar tóku völdin í landinu í síðasta mánuði. 7. september 2021 14:50