Þjóðkirkjan sýknuð af 70 milljóna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns Atli Ísleifsson skrifar 19. nóvember 2021 09:25 Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp, en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Þjóðkirkjuna – Biskupsstofu af sjötíu milljóna króna skaðabótakröfu fyrrverandi starfsmanns vegna þess sem hann taldi vera ólöglega uppsögn. Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda. Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira
Starfsmaðurinn fyrrverandi hóf störf sem verkefnastjóri á skrifstofu biskups árið 1998 en var sagt upp í nóvember á síðasta ári. Í dómnum segir að óumdeilt sé að starfsmaðurinn hafi notið réttinda sem opinber starfsmaður þegar hann hóf störf á sínum tíma, en hins vegar hafi verið deilt um hvort slíkt ætti við þegar honum var sagt upp. Dómurinn vísaði til þess að lagabreytingar tóku gildi í ársbyrjun 2020 sem miðuðu að því að Þjóðkirkjan - Biskupsstofa gæti sjálf tekið við starfsmannamálum sínum. Breytingarnar hafi leitt til aukins sjálfstæðis kirkjunnar frá ríki og samhliða nytu starfsmenn ekki sömu verndar og opinberir starfsmenn, heldur væri starfsfólk á almennum vinnumarkaði. Þjóðkirkjan sagði að skipulagsbreytingar hafi orðið til þess starfsmanninum hafi verið sagt upp – en fjárhagsstaðan hafi ekki verið nægilega góð á þeim tíma. Var heimilt að segja starfsmanninum upp Í dómnum segir að stjórnsýslulög hafi ekki átt við um uppsögnina og sömuleiðis að í nýjum ráðningarsamningi, sem gerður var í ársbyrjun 2020, væri tekið fram að starfsmaður teldist ekki lengur ríkisstarfsmaður og að breytingar yrðu á réttindum í samræmi. Að því virtu hafi Þjóðkirkjunni – Biskupsstofu verið heimilit að segja starfsmanninum upp. Starfsmaðurinn fór jafnframt fram á greiðslu milljón króna í miskabætur, en í dómnum segir að ekkert hafi komið fram í málinu sem renni stoðum undir þá staðhæfingu starfsmannsins fyrrverandi að uppsögnin eða aðrar aðgerðir Þjóðkirkjunnar hafi valdið henni álitshnekki þannig að unnt væri að líta svo á að um ólögmæta meingerð hafi verið að ræða. Því beri einnig að hafna þeirri kröfu stefnanda.
Þjóðkirkjan Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Fleiri fréttir Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Sjá meira