Lögregla skaut á Covid-mótmælendur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2021 08:42 Mótmælendur kveiktu elda og lögregla skaut á mótmælendur og sprautaði á þá vatni. EPA-EFE/VLN NIEUWS Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir. AP-fréttaveitan greinir frá því að ótilgreindur fjöldi mótmælenda hafi særst þegar lögregla skaut viðvörunarskotunum. Þá hafi óeirðalögregla notað kraftmikla vatnsbyssu til þess að koma mótmælendum af fjölfarinni götu í hafnarborginni. Samkvæmt lögreglu hafa tugir verið handteknir í óeirðunum og sjö slasast, þeirra á meðal lögregluþjónar. Þá eru mótmælendur sagðir hafa kveikt elda á óeirðunum og kastað flugeldum. Vilja takmarka réttindi óbólusettra Hollensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að leiða í lög heimild fyrir atvinnurekendur til þess að meina öðrum en þeim sem fullbólusettir eru fyrir kórónuveirunni aðgang að sínum fyrirtækjum. Heimildin myndi til að mynda ná til verslana, veitingastaða, öldurhúsa og annarra samkomustaða. Ef lögin yrðu að veruleika yrði þannig ekki nóg að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til þess að vera veittur aðgangur að þeim stöðum sem kysu að nýta sér heimildina. Fólk sem þegar hefur sýkst af Covid-19 yrði þó undanþegið. Metfjöldi hefur verið að greinast með kórónuveiruna í Hollandi á undanförnum dögum og stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta. Það tók gildi fyrir viku síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast út í Rotterdam vegna ráðstafana tengdum faraldrinum. Í janúar á þessu ári kom til óeirða eftir að stjórnvöld settu á útivistartíma til þess að reyna að draga úr útbreiðslu Covid í landinu. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá því að ótilgreindur fjöldi mótmælenda hafi særst þegar lögregla skaut viðvörunarskotunum. Þá hafi óeirðalögregla notað kraftmikla vatnsbyssu til þess að koma mótmælendum af fjölfarinni götu í hafnarborginni. Samkvæmt lögreglu hafa tugir verið handteknir í óeirðunum og sjö slasast, þeirra á meðal lögregluþjónar. Þá eru mótmælendur sagðir hafa kveikt elda á óeirðunum og kastað flugeldum. Vilja takmarka réttindi óbólusettra Hollensk stjórnvöld hafa lýst yfir vilja til þess að leiða í lög heimild fyrir atvinnurekendur til þess að meina öðrum en þeim sem fullbólusettir eru fyrir kórónuveirunni aðgang að sínum fyrirtækjum. Heimildin myndi til að mynda ná til verslana, veitingastaða, öldurhúsa og annarra samkomustaða. Ef lögin yrðu að veruleika yrði þannig ekki nóg að framvísa neikvæðu kórónuveiruprófi til þess að vera veittur aðgangur að þeim stöðum sem kysu að nýta sér heimildina. Fólk sem þegar hefur sýkst af Covid-19 yrði þó undanþegið. Metfjöldi hefur verið að greinast með kórónuveiruna í Hollandi á undanförnum dögum og stjórnvöld gripið til þess ráðs að setja á útgöngubann að hluta. Það tók gildi fyrir viku síðan. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem óeirðir brjótast út í Rotterdam vegna ráðstafana tengdum faraldrinum. Í janúar á þessu ári kom til óeirða eftir að stjórnvöld settu á útivistartíma til þess að reyna að draga úr útbreiðslu Covid í landinu.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Sjá meira