Erlent

Spá 700 þúsund dauðsföllum í Evrópu og Asíu að óbreyttu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Kórónuveiran hefur verið að sækja í sig veðrið í Evrópu, þrátt fyrir fjölda bólusettra.
Kórónuveiran hefur verið að sækja í sig veðrið í Evrópu, þrátt fyrir fjölda bólusettra. epa/Martin Divisek

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar nú við því að allt að 700 þúsund einstaklingar gætu látið lífið í Evrópu og hluta Asíu ef ekki tekst að hægja á kórónuveirufaraldrinum á svæðinu.

Fimmtíu og þrjú lönd eru á svæðinu sem stofnunin skilgreinir og þar hafa nú þegar ein og hálf milljón látist frá upphafi faraldurs. Stofnunin bendir á að fari fram sem horfi verði álagið á gjörgæslum orðið mikið eða mjög mikið í 49 þessara landa í mars á næsta ári. 

Austurríkismenn hafa þegar gripið til harðra aðgerða og fleiri ríki íhuga slíkt. Ennfremur eru nokkur lönd á borð við Þýskaland, Frakkland og Grikkland að íhuga að gera örvunarskammt bóluefnis að skyldu, ella muni menn ekki teljast fullbólusettir. 

Á svæðinu sem um ræðir látast nú um 4200 manns á hverjum degi sem er tvöföldun frá því sem var fyrir nokkrum mánuðum. Verst er ástandið í Rússlandi þar sem 1200 létust á einum degi í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×