Óskaarftaki Duterte hættir við forsetaframboð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. nóvember 2021 09:43 Christopher „Bong“ Go (t.h.) öldungadeildarþingmaður og Rodrigo Duterte (t.v.) forseti Filippseyja. Go hefur tilkynnt að hann muni ekki bjóða sig fram til forseta á næsta ári sem talið er mikið áfall fyrir forsetann. Getty/Lisa Marie David Christopher „Bong“ Go, öldungadeildarþingmaðurinn sem Rodrigo Duterte forseti Filippseyja vildi að tæki við af sér hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram til forseta. Nú er því enginn í framboði sem núverandi ríkisstjórn styður. Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik. Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Go hefur lengi verið ráðgjafi Duterte og er því spurning hver muni hljóta stuðning hans fyrir forsetakosningarnar á næsta ári. Hinn 76 ára gamli Duterte hefur heilt yfir verið frekar vinsæll forseti en getur ekki boðið sig fram aftur til forseta. Hann er þó talinn munu bjóða sig fram í öldungadeild þingsins. „Við Duterte forseti erum tilbúnir til að styðja hvern þann sem mun þjóna landsmönnum og getur staðið vörð um og unnið áfram að arfleifð Duterte í átt að betra og öruggara lífi fyrir börnin okkar,“ sagði Go í ræðu sem send var út á Facebook í dag. Stjórnmálaspekingar telja að Duterte vilji tryggja að stuðningsmaður hans taki við forsetakeflinu í von um að hann verði hvorki sóttur til saka í heimalandinu né fyrir stríðsglæpadómstólnum, sem hefur hafið rannsókn á dauða þúsunda í stríði Duterte gegn fíkniefnum. Þegar hefur einn tilkynnt framboð sitt til forsetaembættisins en það er Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja. Dóttir Duterte, Sara Duterte-Carpio borgarstjóri Davao, hefur slegist í lið með Marcos og sækist eftir embætti varaforsætisráðherra. Talið er að framboð Marcos muni njóta góðs af ákvörðun Gos, að mögulegir stuðningsmenn Gos muni nú flykkjast yfir til Marcos og Duterte-Carpio. Marcos er ekki einn um að hafa lýst yfir áhuga á forsetaembættinu. Í hópi þeirra er fyrrverandi boxarinn Manny Pacquiao, varaforsetinn Leni Robredo, Francisco Domagoso borgarstjóri Manila og Panfilo Lacson öldungadeildarþingmaður. Lacso er þó talinn ólíklegur til að hreppa hnossið vegna þriggja áratuga gamallar sakfellingar fyrir skattsvik.
Filippseyjar Tengdar fréttir Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45 Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12 Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Sara Duterte fer í framboð Sara Duterte, dóttir Rodrigos Duterte, hefur tilkynnt framboð sitt til varaforseta Filippseyja. Stjórnmálaskýrendur höfðu margir búist við að hún byði sig fram til forseta landsins. 13. nóvember 2021 09:45
Dóttir Duterte hætt í borgarstjóraslag rétt fyrir lok framboðsfrests Sara Duterte-Carpio, dóttir forseta Filippseyja, sækist ekki lengur eftir endurkjöri sem borgarstjóri í Davao. Hún dró framboð sitt til baka án skýringa aðeins nokkrum dögum áður en frestur til að skila inn framboði vegna forsetakosninga á næsta ári rennur út. 9. nóvember 2021 15:12
Sonur fyrrverandi einræðisherrans býður sig fram til forseta Ferdinand Marcos yngri, sonur fyrrverandi einræðisherra Filippseyja, tilkynnti í dag að hann ætli sér að bjóða sig fram í forsetakosningunum í landinu á næsta ári. Marcos yngri hefur verið bandamaður Rodrigos Duterte, fráfarandi forseta. 5. október 2021 21:10
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent