Birgir Ármannsson kjörinn forseti Alþingis með 48 atkvæðum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 13:18 Birgir Ármannsson hefur tekið við sem forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur verið kjörinn forseti Alþingis. Hann tekur við embættinu af Steingrími J. Sigfússyni, sem sinnti hlutverkinu á síðasta kjörtímabili. Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Birgir sagði í þakkarræðu sinni að hann muni gera allt sitt besta til að starfa í sátt við aðra þingmenn og standa undir því trausti sem honum hafi verið sýnt með kjörinu. Þingsetningarfundi mun ljúka í dag en hann hefur staðið yfir í rúma viku, sem hefur ekki gerst síðan um miðja síðustu öld. Þingsetningarfundur hófst á þriðjudaginn í síðustu viku á atkvæðagreiðslu um skipun í kjörbréfanefnd og atkvæðagreiðslu um tillögur nefndarinnar vegna annmarka á kosningum í Norðvesturkjördæmi. Fimm varaforsetar af sex konur Sex varaforsetar þingsins verða Oddný G. Harðardóttir þingmaður Samfylkingar, Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokks, Inga Sæland formaður Flokks fólksins, Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks, Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata og Jódís Skúladóttir þingmaður VG. Þá verða Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar og Bergþór Ólason þingmaður Miðflokks áheyrnarfulltrúar sinna flokka í forsætisnefnd. Í allsherjar- og menntamálanefnd verður Bryndís Haraldsdóttir formaður, Jakob Frímann Magnússon fyrsti varaformaður og Jóhann Friðrik Friðriksson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Birgir Þórarinsson, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Jódís Skúladóttir, Logi Einarsson og Bergþór Ólason eru aðalfulltrúar í nefndinni. Í atvinnuveganefnd er Stefán Vagn Stefánsson formaður, Gísli Rafn Ólafsson fyrsti varaformaður og Hildur Sverrisdóttir annar varaformaður. Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Benediktsson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Þórarinn Ingi Pétursson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Tómas A. Tómasson eru aðalfulltrúar. Í efnahags- og viðskiptanefnd er Guðrún Hafsteinsdóttir formaður, Ágúst Bjarni Garðarsson fyrsti varaformaður og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir annar varaformaður. Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönnn Hafsteinsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalfulltrúar í nefndinni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er formaður fjárlaganefndar, Haraldur Benediktsson fyrsti varaformaður og Inga Sæland annar varaformaður. Þá eru Vilhjálmur Árnason, Bryndís Haraldsdóttir, Stefán Vagn Stefánsson, Ingibjörg Ólöf Ísakssen, Kristrún Frostadóttir og Björn Leví Gunnarsson aðalfulltrúar í nefndinni. Sjálfstæðisflokkur með formennsku í flestum fastanefndum Í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður, Steinunn Þóra Árnadóttir fyrsti varaformaður og Sigmar Guðmundsson annar varaformaður. Arndís Anna Kristínardóttir, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Hildur Sverrisdóttir, Halla Signý Kristjánsdóttir, Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Ásthildur Lóa Þórsdóttir eru aðalmenn í nefndinni. Vilhjálmur Árnason er formaður umhverfis- og samgöngunefndar, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir fyrsti varaformaður og Bjarni Jónsson annar varaformaður. Andrés Ingi Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Þórarinn Ingi Pétursson, Halla Signý Kristjánsdóttir, Orri Páll Jóhannsson og Helga Vala Helgadóttir eru aðalfulltrúar. Í utanríkismálanefnd er Bjarni Jónsson formaður, Njáll Trausti Friðbertsson fyrsti varaformaður og Logi Einarsson annar varaformaður. Eyjólfur Ármannsson, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Jóhann Friðrik Friðriksson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Þorgerður Katrín Gunnlaugsdóttir eru aðalmenn. Líneik Anna Sævarsdóttir er formaður velferðarnefndar, Oddný G. Harðardóttir fyrsti varaformaður og Ásmundur Friðriksson annar varaformaður. Guðmundur Ingi Kristinsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Óli Björn Kárason, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Halldóra Mogensen og Jódís Skúladóttir eru aðalmenn í nefndinni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira