Segir kosningarnar aðeins skrípaleik kínverskra stjórnvalda Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. desember 2021 08:19 Law flúði Hong Kong í fyrra eftir umfangsmiklar fjöldahantökur. Getty/May James Lýðræðisaðgerðasinninn Nathan Law hefur hvatt fólk til að taka ekki þátt í kosningunum í Hong Kong sem eiga að fara fram 19. desember næstkomandi. Fólk eigi að sleppa því að kjósa og þannig sýna stjórnvöldum að kosningarnar hafi ekkert lögmæti. Undanfarin tvö ár hefur Hong Kong tekið stakkaskiptum. Öryggislög svokölluð tóku gildi en þau voru innleidd fyrir tilstilli kínverskra stjórnvalda. Héraðið, sem eitt sinn var bresk nýlenda en hefur undanfarin tuttugu ár verið með sjálfsstjórn, hefur með þessi misst meiri og meiri völd til stjórnvalda í Peking. Þá voru drastískar breytingar á kosningalögum Hong Kong kynntar í mars af stjórnvöldum í Peking. Breytingarnar felast einna helst í því að færri fulltrúar á þingi Hong Kong eru kjörnir af almenningi og þeim fjölgar sem skipaðir eru af stjórnvöldum í Peking. Þá eru frambjóðendur í kosningunum líklega ekki þeir vinsælustu hjá lýðræðissinnum en allir frambjóðendur hafa verið samþykktir af Peking. „Hundsið þær bara,“ segir lýðræðissinninn Law í samtali við Reuters. Law er búsettur í Lundúnum í Bretlandi en hann flúði heimahéraðið í kjölfar fjöldahandtaka í fyrra og fékk hæli í Bretlandi. „Við skulum ekki gefa þessum kosningum neitt lögmæti eða vægi, við ættum ekki einu sinni að þykjast að þetta séu kosningar - þetta er bara val Peking.“ Enginn hefur enn svarað Law en Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði í september að breytingarnar á kosningalögunum væru til að tryggja að stjórnendur Hong Kong „væru ættjarðarvinir.“ Horfa má á hluta úr viðtalinu við Law hér. Hong Kong Kína Tengdar fréttir Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur Hong Kong tekið stakkaskiptum. Öryggislög svokölluð tóku gildi en þau voru innleidd fyrir tilstilli kínverskra stjórnvalda. Héraðið, sem eitt sinn var bresk nýlenda en hefur undanfarin tuttugu ár verið með sjálfsstjórn, hefur með þessi misst meiri og meiri völd til stjórnvalda í Peking. Þá voru drastískar breytingar á kosningalögum Hong Kong kynntar í mars af stjórnvöldum í Peking. Breytingarnar felast einna helst í því að færri fulltrúar á þingi Hong Kong eru kjörnir af almenningi og þeim fjölgar sem skipaðir eru af stjórnvöldum í Peking. Þá eru frambjóðendur í kosningunum líklega ekki þeir vinsælustu hjá lýðræðissinnum en allir frambjóðendur hafa verið samþykktir af Peking. „Hundsið þær bara,“ segir lýðræðissinninn Law í samtali við Reuters. Law er búsettur í Lundúnum í Bretlandi en hann flúði heimahéraðið í kjölfar fjöldahandtaka í fyrra og fékk hæli í Bretlandi. „Við skulum ekki gefa þessum kosningum neitt lögmæti eða vægi, við ættum ekki einu sinni að þykjast að þetta séu kosningar - þetta er bara val Peking.“ Enginn hefur enn svarað Law en Carrie Lam, leiðtogi heimastjórnar Hong Kong, sagði í september að breytingarnar á kosningalögunum væru til að tryggja að stjórnendur Hong Kong „væru ættjarðarvinir.“ Horfa má á hluta úr viðtalinu við Law hér.
Hong Kong Kína Tengdar fréttir Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13 Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03 Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Amnesty yfirgefur Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga Mannréttindasamtökin Amnesty International tilkynntu það í dag að þau muni loka skrifstofum sínum í Hong Kong vegna umdeildra öryggislaga, sem yfirvöld í Kína komu á í sjálfsstjórnarhéraðinu. Lögin hafa gert mannréttindasamtökum erfitt fyrir að starfa á eigin forsendum, án þess að sæta viðurlögum yfirvalda. 25. október 2021 13:13
Skipuleggjendur minningarathafnar ákærðir fyrir að ógna þjóðaröryggi Skipuleggjendur minningarathafnar um ódæðisverkin sem framin voru á Torgi hins himneska friðar hafa verið ákærðir fyrir að hafa ógnað þjóðaröryggi Hong Kong. 10. september 2021 16:03
Meðlimir stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong handteknir Lögregla í Hong Kong handtók í morgun fjóra meðlimi stúdentaráðs Háskólans í Hong Kong. 18. ágúst 2021 07:34