Búið er að birta listann yfir umsækjendur, en norskir fjölmiðlar hafa áður fjallað um að Stoltenberg, sem er hagfræðingur að mennt, hefði hug á starfinu. Alls er 22 á listanum yfir umsækjendur, þar á meðal aðstoðarseðlabankastjórinn Ida Wolden Bache.
Seðlabankastjórinn Øystein Olsen tilkynnti fyrr á árinu um að hann vildi láta af störfum í febrúar á næsta ári.
Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014, en hann gegndi embætti forsætisráðherra Noregs á árunum 2000 til 2001 og svo aftur frá 2005 til 2013.
Fari svo að Stoltenberg verði skipaður seðlabankastjóri Noregs gæti hann ekki tekið við fyrr en 1. október á næsta ári þar sem hann mun þurfa að klára skipunartímabil sitt sem framkvæmdastjóri NATO.