Stoðsending til velferðarmála Björn Bjarki Þorsteinsson og Sigurjón Norberg Kjærnested skrifa 23. desember 2021 08:00 Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarki Þorsteinsson Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að fylgjast með kosningabaráttunni haust fyrir okkur sem störfum innan vébanda Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, SFV. Allir flokkar og framboð voru á því að styrkja þyrfti og styðja betur við hjúkrunarheimili, dagdvalir og fyrirtæki i velferðarþjónustu. Það var meiningarmunur á útfærslum en engan stjórnmálamann hittum við sem tók ekki undir þessi sjónarmið. Við fylltumst svo enn frekari von þegar við sáum nýja ríkisstjórn og stjórnarsáttmála hennar. Þar var að finna áherslu á að efla mönnun í heilbrigðisþjónustunni, að byggja upp nýjar og fjölbreyttari lausnir í umönnun, að auka þjónustu hringinn í kringum landið og margt fleira – allt í þágu þeirra sem mestu máli skipta, fólksins sem við þjónustum alla daga. Nú hefur fjárlaganefnd lokið vinnu við breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu og þar sjáum við þennan góða vilja og áherslur raungerast. Fjárlaganefnd leggur til aukna fjármuni til hjúkrunarheimila, sem var algerlega nauðsynlegt til að rekstur þeirra gangi upp á næsta ári. Hjúkrunarheimili landsins og íbúar þeirra horfðu upp á niðurskurð á þjónustu og rekstri á næsta ári. Það gleymist of oft að niðurskurður til hjúkrunarheimila þýðir færra starfsfólk og minni umönnun fyrir íbúa heimilanna. Slíku slysi hefur nú verið afstýrt! Í breytingartillögu fjárlaganefndar kemur einnig til lykilframlag til Alzheimersamtakanna vegna þjónustumiðstöðvar fyrir fólk sem greinist ungt með heilabilun eða er á fyrri stigum sjúkdómsins. Þá er lagt til aukið fjármagn til hinna mikilvægu verkefna sem SÁÁ sinnir, en vonir standa þó til að fjármagnið verði aukið enn frekar til SÁÁ í þriðju umræðu þannig að ósk SÁÁ um 300 milljóna viðbótarframlag á árinu 2022 verði mætt. Áherslur ríkisstjórnarinnar í stjórnarsáttmálanum um uppbyggingu fjölbreyttra þjónustuúrræða fyrir eldra fólk, t.d. dagdvalir, heimahjúkrun, fjölbreytt þjónustuúrræði og fjarþjónusta eru einnig að raungerast við aðra umræðu fjárlaga. Þar hlökkum við í SFV til samstarfs við að útfæra og framkvæma þær mikilvægu úrbætur. Rekstur hjúkrunarheimila hefur árum saman verið þungur og allar faglegar úttektir sýnt fram að þar þurfi að gera betur í fjárveitingum til heimilanna. Þökk sé þeirri forystu sem fjárlaganefnd og heilbrigðisráðherra hafa sýnt nú þá byrjar næsta rekstrarár hjúkrunarheimila má segja með vindinn í bakið. Það eru þó enn fjölmörg verkefni sem stjórnvöld og heimilin þurfa að leysa saman í framtíðinni í samstarfi og samvinnu. Til dæmis vantar enná töluvert upp á svo reksturinn sé fullfjármagnaður þannig að mönnunarviðmiðum Embættis landlæknis sé fylgt. En engu að síður er það okkur fulltrúum Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu mikil ánægja að geta endað árið 2021 með þökkum og hrósi til heilbrigðisráðherra, fjárlaganefndar ogþingheims alls, því við trúum og treystum að það verði samþykkt samhljóða að auka fjármagn til okkar mikilvæga málaflokks. Höfundar eru formaður stjórnar og framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun