Minnst fjórir létust í röð skotárása í Denver Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 09:05 Lögregla stendur fyrir utan Belmar-verslunarmiðstöðina í Lakewood þar sem hún segir að árásarmaðurinn hafi verið skotinn til bana. Getty/Michael Ciaglo Minnst fjórir létust í gær í Koloradó í Bandaríkjunum eftir röð skotárása. Að sögn lögreglu er grunaði árásarmaðurinn látinn en einn lögregluþjónn særðist í árásunum. Skotum var hleypt af á fjórum stöðum í og við Denver og átti fyrsta skotárásin sér stað rétt eftir klukkan 17 að staðartíma. Að sögn yfirvalda voru þrír einstaklingar þá skotnir. Einn karlmaður var særður og tvær konur létust af sárum sínum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana og á þeim þriðja var skotum hleypt af en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan í Denver bar þá kennsl á ökutæki sem tengdist árásunum og elti ökumanninn. Hótelstarfsmaður fluttur á sjúkrahús Árásarmaðurinn flúði til borgarinnar Lakewood eftir að hann olli miklum skemmdum á lögreglubíl en rétt fyrir klukkan 18 barst lögreglu þar í borg tilkynning um að hleypt hafi verið af skotum inn í húsakynnum fyrirtækis. Einn aðili var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu. Þegar lögregla fann bifreið árásarmannsins hóf hann að skjóta í átt að lögreglu sem svaraði í sömu mynt. Eltingaleikur hófst og er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa skotið starfsmann hótels þar sem hann reyndi að leita skjóls. Eftir að árásarmaðurinn flúði þaðan mætti hann lögregluþjóni sem hann skaut. Sá er nú á sjúkrahúsi. Í kjölfarið gengu skot milli mannsins og annarra lögregluþjóna sem endaði að sögn lögreglu með því að hinn grunaði var skotinn til bana á staðnum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Skotum var hleypt af á fjórum stöðum í og við Denver og átti fyrsta skotárásin sér stað rétt eftir klukkan 17 að staðartíma. Að sögn yfirvalda voru þrír einstaklingar þá skotnir. Einn karlmaður var særður og tvær konur létust af sárum sínum. Á öðrum stað var annar karlmaður skotinn til bana og á þeim þriðja var skotum hleypt af en ekki er vitað til þess að neinn hafi særst. Lögreglan í Denver bar þá kennsl á ökutæki sem tengdist árásunum og elti ökumanninn. Hótelstarfsmaður fluttur á sjúkrahús Árásarmaðurinn flúði til borgarinnar Lakewood eftir að hann olli miklum skemmdum á lögreglubíl en rétt fyrir klukkan 18 barst lögreglu þar í borg tilkynning um að hleypt hafi verið af skotum inn í húsakynnum fyrirtækis. Einn aðili var úrskurðaður látinn á staðnum, að sögn lögreglu. Þegar lögregla fann bifreið árásarmannsins hóf hann að skjóta í átt að lögreglu sem svaraði í sömu mynt. Eltingaleikur hófst og er maðurinn meðal annars grunaður um að hafa skotið starfsmann hótels þar sem hann reyndi að leita skjóls. Eftir að árásarmaðurinn flúði þaðan mætti hann lögregluþjóni sem hann skaut. Sá er nú á sjúkrahúsi. Í kjölfarið gengu skot milli mannsins og annarra lögregluþjóna sem endaði að sögn lögreglu með því að hinn grunaði var skotinn til bana á staðnum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira