Láta ekki líflátshótanir stoppa sig Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. janúar 2022 23:30 Franska þingið. EPA-EFE/CHRISTOPHE PETIT TESSON Franskir stjórnarþingmenn segja að líflátshótanir sem þeir hafi fengið muni ekki stöðva áform um að framvísa þurfi bólusetningavottorði til að komast um borð í lestir eða inn á veitingastaði. Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs. Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Ný lög eru í bígerð í Frakklandi sem myndu gera það að verkum að ekki nægi lengur að sýna fram á neikvætt kórónuveirupróf til að komast inn á veitingastaði, kvikmyndahús eða í lestir. Farið verði fram á bólusetningarvottorð. Reiknað með að frumvarpið verði samþykkt Lögin njóta nokkuð víðtæks stuðnings á franska þinginu og er búist við að lagafrumvarpið verði samþykkt í vikunni. Engu að síður fóru heitar rökræður fram í þinginu í dag þar sem greina mátti samkvæmt frétt Reuters töluverða þreytu vegna Covid-19 faraldursins og hvernig eigi að tækla hann. Lagafrumvarpið hefur einnig hleypt illu blóðu í þá sem berjast gegn bólusetningum . Hafa þingmenn greint frá því að þeim hafi borist líflátshótanir vegna málsins. Við munum ekki láta þetta stöðva okkur,“ sagði Yael Braun-Pivet, þingmaður stjórnarflokksins La Republique en Marche, á þinignu í dag og vísaði þar til líflátshótana vegna frumvarpsins. „Lýðræðið okkar er að veði,“ sagði hann ennfremur. Oliver Veran heilbrigðisráðherra gagnrýndi harkalega þá sem neita að bólusetja sig og sagði þá seka um sjálfselsku. „Markmið með lögunum er ekki að hefta frelsi, það er að bjarga mannslífum,“ sagði Veran. „Verði lögin samþykkt taka þau gildi um miðjan mánuðinn. Hertar sóttvarnaraðgerðir tóku einnig gildi í Frakklandi í dag en líkt og víða hefur útbreiðslan aukist hratt með tilkomu ómíkronafbrigðisins. Þannig þurfa nú allir þeir sem á annað borð geta það að vinna heima frá sér. Á viðburðum innanhúss mega ekki fleiri en tvö þúsund koma saman og fimm þúsund utandyra. Þá eru veitingar bannaðar á löngum samgönguleiðum eins og í lestum og flugvélum. Næturklúbbar eru áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna til borðs.
Frakkland Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Hátt í 900 bílar brenndir á gamlársdag Kveikt hefur verið í á níunda hundrað bíla í Frakklandi í tilefni áramótanna. Um er að ræða eins konar hefð í úthverfum Frakklands, sem nær sextán ár aftur í tímann. 1. janúar 2022 23:01
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49
Metfjöldi greinist með Covid beggja vegna Atlantshafs Met voru slegin í fjölmörgum Evrópulöndum í gær hvað varðar fjölda smitaðra, nú þegar ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir úr sér. Í Bandaríkjunum féll metið einnig en þar greindust 512 þúsund manns svo staðfest sé. 29. desember 2021 07:23