LeBron dró vagninn í fjórða sigri Lakers í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. janúar 2022 09:30 LeBron James var í banastuði í fjórða sigri Lakers í röð í nótt. Meg Oliphant/Getty Images NBA-deildin í körfubolta bauð upp á níu leiki í nótt. LeBron James var atkvæðamestur Los Angeles Lakers-manna er liðið vann 134-118 sigur á Atlanta Hawks og hefur nú unnið fjóra leiki í röð. Leikurinn var jafn og spennandi framan af og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn í Lakers með sex stigum, áður en gestirnir náðu að minnka í þrjú fyrir hálfleik. Lakers tók svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og náði 14 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Liðið jók svo forskot sitt lítillega fyrir leikslok og vann að lokum góðan 16 stiga sigur, 134-118. Eins og áður segir var LeBron James atkvæðamestur í liði Lakers, en hann skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum og verja eins og þrjú skot andstæðinganna. Í liði Atlanta var það Trae Young sem var líflegastur með 25 stig, níu fráköst og 14 stoðsendingar. 👑 LeBron James GOES OFF for a ridiculous stat line as the @Lakers get their 4th straight win!Malik Monk: 29 PTS, 7 3PMRussell Westbrook: 9 PTS, 11 REB, 13 ASTLeBron James: 32 PTS, 8 REB, 9 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/yZRDCvo4h5— NBA (@NBA) January 8, 2022 Þá vann Mailwaukee Bucks 12 stiga sigur er liðið heimsótti Brooklyn Nets, 121-109. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stærri var hann í raun aldrei í hættu. Liðið tók forystuna strax í sinni fyrstu sókn og lét hana aldrei af hendi eftir það. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 31 stig, en hann tók einnig sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í liði Brooklyn var Kevin Durant atkvæðamestur með 29 stig, nú fráköst og sjö stoðsendingar. Giannis was back like he never left as he led the @Bucks to a win on the road in Brooklyn!Giannis Antetokounmpo: 31 PTS, 7 REB, 9 ASTKhris Middleton: 20 PTS, 6 REB, 5 AST, 5 3PMBobby Portis: 25 PTS, 12 REB pic.twitter.com/AZITEJJmcM— NBA (@NBA) January 8, 2022 Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira
Leikurinn var jafn og spennandi framan af og eftir fyrsta leikhluta leiddu heimamenn í Lakers með sex stigum, áður en gestirnir náðu að minnka í þrjú fyrir hálfleik. Lakers tók svo öll völd í upphafi síðari hálfleiks og náði 14 stiga forskoti fyrir lokaleikhlutann. Liðið jók svo forskot sitt lítillega fyrir leikslok og vann að lokum góðan 16 stiga sigur, 134-118. Eins og áður segir var LeBron James atkvæðamestur í liði Lakers, en hann skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf níu stoðsendingar ásamt því að stela boltanum fjórum sinnum og verja eins og þrjú skot andstæðinganna. Í liði Atlanta var það Trae Young sem var líflegastur með 25 stig, níu fráköst og 14 stoðsendingar. 👑 LeBron James GOES OFF for a ridiculous stat line as the @Lakers get their 4th straight win!Malik Monk: 29 PTS, 7 3PMRussell Westbrook: 9 PTS, 11 REB, 13 ASTLeBron James: 32 PTS, 8 REB, 9 AST, 4 STL, 3 BLK pic.twitter.com/yZRDCvo4h5— NBA (@NBA) January 8, 2022 Þá vann Mailwaukee Bucks 12 stiga sigur er liðið heimsótti Brooklyn Nets, 121-109. Þrátt fyrir að sigurinn hafi ekki verið stærri var hann í raun aldrei í hættu. Liðið tók forystuna strax í sinni fyrstu sókn og lét hana aldrei af hendi eftir það. Giannis Antetokounmpo var stigahæstur í liði Milwaukee með 31 stig, en hann tók einnig sjö fráköst og gaf níu stoðsendingar. Í liði Brooklyn var Kevin Durant atkvæðamestur með 29 stig, nú fráköst og sjö stoðsendingar. Giannis was back like he never left as he led the @Bucks to a win on the road in Brooklyn!Giannis Antetokounmpo: 31 PTS, 7 REB, 9 ASTKhris Middleton: 20 PTS, 6 REB, 5 AST, 5 3PMBobby Portis: 25 PTS, 12 REB pic.twitter.com/AZITEJJmcM— NBA (@NBA) January 8, 2022 Úrslit næturinnar San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
San Antonio Spurs 100-119 Philadelphia 76ers Milwaukee Bucks 121-109 Brooklyn Nets Utah Jazz 108-122 Toronto Raptors Washington Wizards 122-130 Chicago Bulls Dallas Mavericks 130-106 Houston Rockets Minnesota Timberwolves 135-105 Oklahoma City Thunder Sacramento Kings 111-121 Denver Nuggets Atlanta Hawks 118-134 Los Angeles Lakers Cleveland Cavaliers 114-101 Portland Trailblazers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Handbolti Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Fótbolti Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Fleiri fréttir Þola þeir ekki gott umtal? „Helmingur minna leikmanna skilur ekki íslensku“ „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sjá meira