Stjórn í sálarkreppu Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 14. janúar 2022 07:00 Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Lengi höfum við beðið þess að sálfræðiþjónusta, fyrir börn sem fullorðna, verði felld undir greiðsluþáttökuþak hins opinbera. Fyrir hálfu öðru ári komst loks hreyfing á málið. Með lögum nr. 93/2020 um breytingu á lögum um sjúkratryggingar nr. 112/2008 bættist við 21. gr. a., þar sem skýrt kemur fram að „[sjúkratryggingar skuli taka] til nauðsynlegrar sálfræðimeðferðar og annarrar gagnreyndrar samtalsmeðferðar heilbrigðisstarfsmanna sem samið hefur verið um skv. IV. kafla.“ Jafnframt að ráðherra skuli setja „[…] reglugerð um nánari framkvæmd greinarinnar.“ Ef ég man rétt var þessi breyting samþykkt í júlí 2020, án mótatkvæða. Þó bólar ekki enn á reglugerð þar að lútandi, hvað þá fjármagni, nema einhverjar 100 milljónir [um 5% af vanáætlaðri þörf] ári seinna, sem Sjúkratryggingum Íslands var falið að nýta til að leita samninga varðandi mjög þröngt afmarkaða þjónustu fyrir börn. Um áramótin, rúmu hálfu ári síðar, hafði lítið gerst á þeim bæ. Þegar svo fjárlög fyrir 2022 voru lögð fram mátti hverjum ljóst vera að ekki stæði til að breyta neinu hér um. Á lokametrunum tókst þó fulltrúum stjórnarandstöðunnar að læða inn 150 milljóna aukafjárveitingu og viti menn, þingheimur samþykkti. Vilji þingsins virðist því nokkuð skýr í málinu, en öllum má þó ljóst vera að mun meira fjármagn þurfi til. Hvað veldur þessari tregðu ríkisvaldsins til að raungera eigin lagasetningu? Daginn eftir að Katrín Jakobsdóttir kynnti til leiks nýja ríkisstjórn undir sínu forsæti horfði ég á viðtal Sigmundar Ernis við hana á Fréttavakt Hringbrautar. Sigmundur Ernir: „Alþingi samþykkti fyrir nokkrum árum endurgjaldslausa sálfræðiþjónustu – þið ætlið ekki að fara þá leið …?“ Svar háttvirts forsætisráðherra var „[…] að það sem Alþingi samþykkti á sínum tíma var að veita ríkinu heimild til að semja við sálfræðinga, sem hafði ekki verið gert hingað til. Það hefur verið undirbúið síðan.“ Skömmu síðar fylgir Sigmundur Ernir spurningunni eftir og segir „[að] vilji Alþingis var virtur að vettugi …“ „Vilji Alþingis var að þessi heimild væri fest í lög“ svarar Katrín, „þannig að hægt væri að útfæra slíka samninga. […] Og við bendum á í stjórnarsáttmála að það sé mikilvægt að styrkja Sjúkratryggingar … sem bæði kaupanda heilbrigðisþjónustu og kostnaðargreinanda.“ Mig rak í rogastans og spólaði nokkrum sinnum til baka til að fullviss mig um að ég hefði heyrt rétt Lagatexti 21. gr. a. virðist nokkuð skýr og því er mér gjörsamlega fyrirmunað hvað Katrín Jakobsdóttir á við með sínum orðum. Nema þá að hér með hafi forsætisráðherra, nú sem fyrr, staðfest að engin vilji sé innan ríkisstjórnarinnar fyrir að setja fjármagn í málið og fylgja þessum lögum eftir. Fyrir hönd málefnahóps ÖBÍ um heilbrigðismál óska ég hér með eftir skýrum svörum frá forsætisráðherra og formönnum hinna stjórnarflokkanna um hver raunveruleg stefna þeirra er í þessu máli, sem birt verði á opinberum vettvangi. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun