Margrét nú verið drottning í hálfa öld Atli Ísleifsson skrifar 14. janúar 2022 07:52 Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku, en í skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. AP Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning landsins. Fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna valdaafmælisins hafði áður verið frestað til næsta hausts vegna heimsfaraldursins. Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur 14. janúar 1972, þá 31 árs að aldri, þegar faðir hennar, Friðrik IX lést 72 ára að aldri. Þáverandi forsætisráðherra landsins, Jens Otto Krag, stóð svo ásamt Margréti á svölum Kristjánsborgarhallar, nítján klukkustundum eftir andlát konungsins og lýsti því formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað verður afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, verða meðal ræðumanna. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, átti sömuleiðis að halda tölu en varð að boða forföll eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær. Halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu Á hádegi munu Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans verður lagður við leiði Friðriks IX og Ingiríðar drottningar, foreldra drottningarinnar. Margrét fagnaði áttræðisafmæli sínu á síðasta ári en þá, líkt og nú, varð að fresta hátíðarhöldum vegna faraldursins. Einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þá hefur einungis Elísabet II Englandsdrottning setið lengur en Margrét Þórhildur á drottningarstóli í Evrópu. Þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til Þjóðaratkvæðagreiðslu þurfti á sínum tíma til að Margrét Þórhildur gæti yfirhöfuð orðið drottning. 85 prósent landsmanna greiddu árið 1953 atkvæði með því að kona gæti tekið við krúnunni. Mikil undiralda var á þeim tíma með auknum feminisma í dönsku þjóðfélagi og sömuleiðis þeirri staðreynd að Friðrik og Ingiríður höfðu eignast þrjár dætur og engan son. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og segir í frétt AP að samkvæmt skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. Heimir Már Pétursson ræddi við Margréti Þórhildi í Kaupmannahöfn árið 2017 og þar kom Ísland sannarlega við sögu. Danmörk Kóngafólk Tímamót Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Danmerkur 14. janúar 1972, þá 31 árs að aldri, þegar faðir hennar, Friðrik IX lést 72 ára að aldri. Þáverandi forsætisráðherra landsins, Jens Otto Krag, stóð svo ásamt Margréti á svölum Kristjánsborgarhallar, nítján klukkustundum eftir andlát konungsins og lýsti því formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað verður afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, verða meðal ræðumanna. Múte B. Egede, formaður landsstjórnar Grænlands, átti sömuleiðis að halda tölu en varð að boða forföll eftir að hann greindist með kórónuveiruna í gær. Halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu Á hádegi munu Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar halda til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans verður lagður við leiði Friðriks IX og Ingiríðar drottningar, foreldra drottningarinnar. Margrét fagnaði áttræðisafmæli sínu á síðasta ári en þá, líkt og nú, varð að fresta hátíðarhöldum vegna faraldursins. Einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þá hefur einungis Elísabet II Englandsdrottning setið lengur en Margrét Þórhildur á drottningarstóli í Evrópu. Þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til Þjóðaratkvæðagreiðslu þurfti á sínum tíma til að Margrét Þórhildur gæti yfirhöfuð orðið drottning. 85 prósent landsmanna greiddu árið 1953 atkvæði með því að kona gæti tekið við krúnunni. Mikil undiralda var á þeim tíma með auknum feminisma í dönsku þjóðfélagi og sömuleiðis þeirri staðreynd að Friðrik og Ingiríður höfðu eignast þrjár dætur og engan son. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og segir í frétt AP að samkvæmt skoðanakönnun árið 2014 sögðust 85 prósent Dana andsnúnir því að afleggja konungsdæmið. Heimir Már Pétursson ræddi við Margréti Þórhildi í Kaupmannahöfn árið 2017 og þar kom Ísland sannarlega við sögu.
Danmörk Kóngafólk Tímamót Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira